Opel selur vel í Rússlandi og Tyrklandi Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2013 14:30 Svalur Opel Astra OPC General Motors teflir Opel og Chevrolet bílum fram á mismunandi mörkuðum. Ímynd Opel í Rússlandi og Tyrklandi er góð og þarlendir sjá Opel merkið sem þýskt lúxusmerki. Þó að bílamarkaðurinn í Rússlandi vaxi hratt vex sala Opel þar helmingi hraðar og seldi Opel þar 80.000 bíla í fyrra. Innan fárra ára gæti salan í Rússlandi slegið við sölunni í heimalandinu Þýskalandi. Ekki ósvipaða sögu er að segja frá Tyrklandi og seldi Opel 50.000 bíla þar í fyrra. Opel leggur einnig mikla áherslu á markaðina í Ástralíu, Chile, Singapore og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Opel lætur kínverska markaðinn alveg í friði og lætur Chevrolet bílum þar sviðið eftir, en bæði merkin eru í eigu General Motors. General Motors hefur uppi stórar áætanir fyrir Opel þrátt fyrir slæmt gengi GM í Evrópu og ætlar að kynna 23 nýja eða breytta Opel bíla til ársins 2016. GM hefur tapað 18 milljörðum dollara á rekstri sínum í Evrópu frá árinu 1999 og þar af 1,8 milljarði í fyrra. Opel á stóran þátt í öllu þessu tapi. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent
General Motors teflir Opel og Chevrolet bílum fram á mismunandi mörkuðum. Ímynd Opel í Rússlandi og Tyrklandi er góð og þarlendir sjá Opel merkið sem þýskt lúxusmerki. Þó að bílamarkaðurinn í Rússlandi vaxi hratt vex sala Opel þar helmingi hraðar og seldi Opel þar 80.000 bíla í fyrra. Innan fárra ára gæti salan í Rússlandi slegið við sölunni í heimalandinu Þýskalandi. Ekki ósvipaða sögu er að segja frá Tyrklandi og seldi Opel 50.000 bíla þar í fyrra. Opel leggur einnig mikla áherslu á markaðina í Ástralíu, Chile, Singapore og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Opel lætur kínverska markaðinn alveg í friði og lætur Chevrolet bílum þar sviðið eftir, en bæði merkin eru í eigu General Motors. General Motors hefur uppi stórar áætanir fyrir Opel þrátt fyrir slæmt gengi GM í Evrópu og ætlar að kynna 23 nýja eða breytta Opel bíla til ársins 2016. GM hefur tapað 18 milljörðum dollara á rekstri sínum í Evrópu frá árinu 1999 og þar af 1,8 milljarði í fyrra. Opel á stóran þátt í öllu þessu tapi.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent