Spurning hvort að Bjarni hafi sagt of mikið Boði Logason skrifar 12. apríl 2013 11:06 "Þetta samtal hans í gær er eitthvað sem maður á við sína nánustu vini, en það fór fram fyrir framan alþjóð," segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. „Þetta samtal hans í gær er eitthvað sem maður á við sína nánustu vini, en það fór fram fyrir framan alþjóð," segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við RÚV í gærkvöldi að hann íhugaði að segja af sér sem formaður flokksins. Það sagðist hann gera eftir könnun Viðskiptablaðsins, sem sýndi að mun fleiri myndu styðja flokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður, myndi leiða flokkinn í komandi kosningum. Stefanía segir að engin dæmi séu um að formaður eins af stærstu stjórnmálaflokkum landsins hætti þegar rúmlega tvær vikur eru til kosninga, líkt og Bjarni gaf í skyn í gær. „Og það vegna persónulegra óvinsælda. Það er spurning hvort að þetta viðtal í gær snúi því við. Því það sem fólk er kannski að upplifa er að hann er einlægur og enginn svikahrappur, en því hefur verið haldið fram út Vafningsmálinu og að hann sé partur af einhverri útrásarelítu," segir Stefanía. Viðtalið við Bjarna hefur vakið mikla athygli enda fór meirihluti viðtalsins að ræða um stöðu hans sem formaður, fremur en stefnu flokksins. „Það er hrikalegt fyrir hann að standa í þessu, að vera einn talinn bera ábyrgð á fylgistapi flokksins og allt væri betra ef Hanna Birna væri formaður. Það er ekkert í hendi þó að Bjarni stígi til hliðar, það er ekkert sjálfgefið að allt komi til baka." Bjarni sagði í gær að hann ætlaði að tilkynna um ákvörðun sína á næstu dögum, í dag eða á morgun. Stefanía segir að vinsældir Bjarna eigi eftir að aukast eftir viðtalið á RÚV í gær en „það er bara spurning hvort að hann hafi sagt of mikið í þessum þætti í gær og verði að stíga til hliðar. En svo gæti Hanna Birna komið sterk inn núna og sagt: Það er ekki í boði að hann hætti og við tökum þetta saman,“ segir hún og bendir á að það sem gæti komið í veg fyrir það að Bjarni myndi stíga til hliðar væri einhverskonar skoðanakönnun, sem sýnir svart á hvítu að vinsældir hans hafi aukist eftir viðtalið. En getur hann hætt sem formaður, þegar tvær vikur eru í kosningar? „Hann getur það, hann er auðvitað frjáls maður. En þá er það spurningin: Er það rétt greining á vandanum? Leysist allt ef Hanna Birna tekur við?“ Kosningar 2013 Vafningsmálið Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
„Þetta samtal hans í gær er eitthvað sem maður á við sína nánustu vini, en það fór fram fyrir framan alþjóð," segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við RÚV í gærkvöldi að hann íhugaði að segja af sér sem formaður flokksins. Það sagðist hann gera eftir könnun Viðskiptablaðsins, sem sýndi að mun fleiri myndu styðja flokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður, myndi leiða flokkinn í komandi kosningum. Stefanía segir að engin dæmi séu um að formaður eins af stærstu stjórnmálaflokkum landsins hætti þegar rúmlega tvær vikur eru til kosninga, líkt og Bjarni gaf í skyn í gær. „Og það vegna persónulegra óvinsælda. Það er spurning hvort að þetta viðtal í gær snúi því við. Því það sem fólk er kannski að upplifa er að hann er einlægur og enginn svikahrappur, en því hefur verið haldið fram út Vafningsmálinu og að hann sé partur af einhverri útrásarelítu," segir Stefanía. Viðtalið við Bjarna hefur vakið mikla athygli enda fór meirihluti viðtalsins að ræða um stöðu hans sem formaður, fremur en stefnu flokksins. „Það er hrikalegt fyrir hann að standa í þessu, að vera einn talinn bera ábyrgð á fylgistapi flokksins og allt væri betra ef Hanna Birna væri formaður. Það er ekkert í hendi þó að Bjarni stígi til hliðar, það er ekkert sjálfgefið að allt komi til baka." Bjarni sagði í gær að hann ætlaði að tilkynna um ákvörðun sína á næstu dögum, í dag eða á morgun. Stefanía segir að vinsældir Bjarna eigi eftir að aukast eftir viðtalið á RÚV í gær en „það er bara spurning hvort að hann hafi sagt of mikið í þessum þætti í gær og verði að stíga til hliðar. En svo gæti Hanna Birna komið sterk inn núna og sagt: Það er ekki í boði að hann hætti og við tökum þetta saman,“ segir hún og bendir á að það sem gæti komið í veg fyrir það að Bjarni myndi stíga til hliðar væri einhverskonar skoðanakönnun, sem sýnir svart á hvítu að vinsældir hans hafi aukist eftir viðtalið. En getur hann hætt sem formaður, þegar tvær vikur eru í kosningar? „Hann getur það, hann er auðvitað frjáls maður. En þá er það spurningin: Er það rétt greining á vandanum? Leysist allt ef Hanna Birna tekur við?“
Kosningar 2013 Vafningsmálið Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira