Chelsea og Fenerbache eru í fínum málum eftir fyrri leikina í undanúrslitum Evrópudeildar UEFA. Chelsea vann útisigur gegn Basel, 1-2, á meðan Fenerbahce vann heimasigur, 1-0, gegn Benfica.
Chelsea skoraði mikilvægt útivallarmark snemma. Þá skallaði Victor Moses boltann í netið. Högg fyrir heimamenn.
Það reyndist vera eina mark fyrri hálfleiks en nokkuð jafnt var á með liðunum og Basel síst slakara liðið.
Basel byrjaði síðari hálfleik með látum og átti skot í stöng strax í upphafi. Þeir skoruðu svo mikilvægt mark þrem mínútum fyrir leikslok úr vítaspyrnu.
Það leit allt út fyrir að leiknum myndi lykta með jafntefli er David Luiz skoraði sigurmark Chelsea beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma.
Fenerbahce fór illa að ráði sínu í fyrri hálfleik er Cristian klúðraði vítaspyrnu. Markið kom þó 20 mínútum fyrir leikslok er Egeman Korkmaz stangaði boltann í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu.
Úrslit:
Basel-Chelsea 1-2
0-1 Victor Moses (11.), 1-1 Fabian Schar, víti (87.), 1-2 David Luiz (90.+4).
Fenerbahce-Benfica 1-0
1-0 Egeman Korkmaz (71.).
Chelsea og Fenerbahce með sigra í Evrópudeildinni

Mest lesið


Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1


Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn

Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn



Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park
Enski boltinn

„Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
