Methagnaður Ford Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2013 13:32 Allur hagnaðurinn verður til í Bandaríkjunum en stórtap í Evrópu.Í dag birti Ford uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs og kom í ljós að Ford hefur aldrei hagnast svo mikið fyrr. Hagnaðurinn nam 1,61 milljörðum dollar eða 188 milljarða króna og það þrátt fyrir að starfsemi Ford í Evrópu hafi verið rekin með tapi. Ford stefnir nú að fimmta hagnaðarárinu í röð eftir að hafa tapað fé árin 2006 til 2008. Hagnaður Ford í Bandaríkjunum hefur aldrei verið hærri á neinum ársfjórðungi og ber hagnaðurinn þar upp heildarhagnaðinn, því önnur markaðssvæði en Bandaríkin skiluðu í heild tapi. Velta Ford á þessum fyrsta ársfjórðungi jókst um 10% og salan í Bandaríkjunum um 11%. Það var gott betur en meðalvöxturinn þar vestra sem nam 6%, svo Ford er að auka markaðshlutdeild sína þar, sem nú nemur 16,2%. Rekstur Ford í Evrópu versnaði hressilega frá árinu 2012, því tapið þrefaldaðist. Ford neyðist því til að gefa út spá um heldur meira tap á árinu þar en fyrri spá, eða frá 1,75 milljörðum dala í 2,0. Evrópa ætlar því að vera Ford áfram mikið olnbogabarn. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent
Allur hagnaðurinn verður til í Bandaríkjunum en stórtap í Evrópu.Í dag birti Ford uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs og kom í ljós að Ford hefur aldrei hagnast svo mikið fyrr. Hagnaðurinn nam 1,61 milljörðum dollar eða 188 milljarða króna og það þrátt fyrir að starfsemi Ford í Evrópu hafi verið rekin með tapi. Ford stefnir nú að fimmta hagnaðarárinu í röð eftir að hafa tapað fé árin 2006 til 2008. Hagnaður Ford í Bandaríkjunum hefur aldrei verið hærri á neinum ársfjórðungi og ber hagnaðurinn þar upp heildarhagnaðinn, því önnur markaðssvæði en Bandaríkin skiluðu í heild tapi. Velta Ford á þessum fyrsta ársfjórðungi jókst um 10% og salan í Bandaríkjunum um 11%. Það var gott betur en meðalvöxturinn þar vestra sem nam 6%, svo Ford er að auka markaðshlutdeild sína þar, sem nú nemur 16,2%. Rekstur Ford í Evrópu versnaði hressilega frá árinu 2012, því tapið þrefaldaðist. Ford neyðist því til að gefa út spá um heldur meira tap á árinu þar en fyrri spá, eða frá 1,75 milljörðum dala í 2,0. Evrópa ætlar því að vera Ford áfram mikið olnbogabarn.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent