Svalur Nissan í Shanghai Finnur Thorlacius skrifar 22. apríl 2013 08:45 Útlitið er talsvert svalara en undarlegt nafnið á honum. Hann lítur mun betur út en nafnið segir til um og það tækist fáum öðrum en Japönum að búa til svo glatað nafn á bíl, en hann heitir Friend-Me og er nú sýndur á bílasýningunni í Shanghai í Kína. Að utan er eins og hann sé formaður af öldum og línurnar ári flottar. Þessi bíll er í C-stærðarflokki og honum verður beint sérlega að Kínamarkaði, ekki síst að einbirniskynslóðinni sem stjórnvöldum í Kína hefur tekist að búa til með ströngum fæðingalögum. Sérstakt lakk bílsins á að stirna af á kvöldin og áhrif áberandi ljósa eiga að auka á gleðina og glæsileikann. Ef til vill er bíllinn enn athygliverðari að innan en hann er með engan bita milli hurðanna og opnast hurðirnar í sitthvora áttina (suicide doors). Pláss er einungis fyrir fjóra og sætin öll eins. Allir farþegar hafa jafnan aðgang að tækniundrum bílsins og geta til að mynda allir hlaðið tónlist af símum sínum eða Ipod í hljóðkerfi bílsins. Með því vill Nissan eyða einokun einhvers eins á tónlist þeirri sem í bílnum er notið.Ekki síður glæsilegur að innanEnginn biti milli hurða, eins og á Ford B-Max Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent
Útlitið er talsvert svalara en undarlegt nafnið á honum. Hann lítur mun betur út en nafnið segir til um og það tækist fáum öðrum en Japönum að búa til svo glatað nafn á bíl, en hann heitir Friend-Me og er nú sýndur á bílasýningunni í Shanghai í Kína. Að utan er eins og hann sé formaður af öldum og línurnar ári flottar. Þessi bíll er í C-stærðarflokki og honum verður beint sérlega að Kínamarkaði, ekki síst að einbirniskynslóðinni sem stjórnvöldum í Kína hefur tekist að búa til með ströngum fæðingalögum. Sérstakt lakk bílsins á að stirna af á kvöldin og áhrif áberandi ljósa eiga að auka á gleðina og glæsileikann. Ef til vill er bíllinn enn athygliverðari að innan en hann er með engan bita milli hurðanna og opnast hurðirnar í sitthvora áttina (suicide doors). Pláss er einungis fyrir fjóra og sætin öll eins. Allir farþegar hafa jafnan aðgang að tækniundrum bílsins og geta til að mynda allir hlaðið tónlist af símum sínum eða Ipod í hljóðkerfi bílsins. Með því vill Nissan eyða einokun einhvers eins á tónlist þeirri sem í bílnum er notið.Ekki síður glæsilegur að innanEnginn biti milli hurða, eins og á Ford B-Max
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent