Nissan Leaf leigubílar í New York Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2013 13:45 Nissan Leaf tekur sig vel út sem leigubíll í New York Eru einnig með Nissan Altima Hybrid leigubíla. Bandaríkjamenn hafa ekki verið eins móttækilegir fyrir rafmagnsbílum og er víða í öðrum löndum. New York borg hefur þó tekið fyrsta skrefið í átt að notkun þeirra með því að bæta þeim í leigubílaflota sinn. Ekki er um að ræða nema 6 Nissan Leaf bíla til að byrja með, en það er þó samt byrjunin. Bílarnir eru þannig útbúnir að hægt sé að hlaða þá á stuttum tíma, því fátt er verra en vera strandaglópur í leigubíl í miðri ferð. Nissan Leaf er mest seldi rafmagnsbíll í heimi og eru 60.000 eintök af honum í akstri um allan heim, 3.300 af þeim í Noregi. Það verður að teljast merkilegt fyrir ekki stærra land, en miklir hvatar eru til staðar þarlendis fyrir bílakaupendur að kaupa rafmagnsbíla. Í New York voru til staðar áður leigubílar af Nissan Altima Hybrid gerð, en nú skal skrefið tekið enn lengra og fyrir vikið er enginn útblástur úr nokkrum leigubílum þar í borg. Vonandi er þetta framtíðin í mörgum af þéttbýlustu og menguðustu borgum heims. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent
Eru einnig með Nissan Altima Hybrid leigubíla. Bandaríkjamenn hafa ekki verið eins móttækilegir fyrir rafmagnsbílum og er víða í öðrum löndum. New York borg hefur þó tekið fyrsta skrefið í átt að notkun þeirra með því að bæta þeim í leigubílaflota sinn. Ekki er um að ræða nema 6 Nissan Leaf bíla til að byrja með, en það er þó samt byrjunin. Bílarnir eru þannig útbúnir að hægt sé að hlaða þá á stuttum tíma, því fátt er verra en vera strandaglópur í leigubíl í miðri ferð. Nissan Leaf er mest seldi rafmagnsbíll í heimi og eru 60.000 eintök af honum í akstri um allan heim, 3.300 af þeim í Noregi. Það verður að teljast merkilegt fyrir ekki stærra land, en miklir hvatar eru til staðar þarlendis fyrir bílakaupendur að kaupa rafmagnsbíla. Í New York voru til staðar áður leigubílar af Nissan Altima Hybrid gerð, en nú skal skrefið tekið enn lengra og fyrir vikið er enginn útblástur úr nokkrum leigubílum þar í borg. Vonandi er þetta framtíðin í mörgum af þéttbýlustu og menguðustu borgum heims.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent