Mercedes Benz og Aston Martin í samstarf Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2013 16:20 Aston martin Vanquish Hafnar eru viðræður milli Mercedes Benz og Aston Martin um samstarf í tækniþróun og samnýtingu íhluta og birgja. Með samstarfinu ætla bæði fyrirtæki að lækka kostnað við þróun nýrra bíla en mjög kostnaðarsamt er að hanna og þróa nýja bíla og selja þarf marga slíka til að bera kostnaðinn. Það á ekki svo vel við margar af dýrari gerðir bíla beggja framleiðendanna. Ekki hefur verið skrifað undir samning milli þeirra enn þó viðræður bendi til að til samstarfs verði stofnað. Aston Martin greindi frá því í janúar að fyrirtækið áformi að leggja til 500 milljón pund til þróunar nýrra bíla á næstu 4 árum í samkeppninni við Bentley, Ferrari og Maserati. Ef til vill lækkar sú tala með samstarfinu við Mercedes Benz og bílar Aston Martin verða samkeppnishæfari fyrir vikið. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent
Hafnar eru viðræður milli Mercedes Benz og Aston Martin um samstarf í tækniþróun og samnýtingu íhluta og birgja. Með samstarfinu ætla bæði fyrirtæki að lækka kostnað við þróun nýrra bíla en mjög kostnaðarsamt er að hanna og þróa nýja bíla og selja þarf marga slíka til að bera kostnaðinn. Það á ekki svo vel við margar af dýrari gerðir bíla beggja framleiðendanna. Ekki hefur verið skrifað undir samning milli þeirra enn þó viðræður bendi til að til samstarfs verði stofnað. Aston Martin greindi frá því í janúar að fyrirtækið áformi að leggja til 500 milljón pund til þróunar nýrra bíla á næstu 4 árum í samkeppninni við Bentley, Ferrari og Maserati. Ef til vill lækkar sú tala með samstarfinu við Mercedes Benz og bílar Aston Martin verða samkeppnishæfari fyrir vikið.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent