Frank Lampard, fyrirliði Chelsea, var kátur eftir 2-1 sigur á Benfica í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. Chelsea er þar með handhafi beggja Evróputitlanna í fótboltanum því úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer ekki fram fyrr en seinna í þessum mánuði.
„Þetta hefur verið magnaður tími fyrir okkur alla. Talandi að fara upp og niður á síðustu tveimur árum en þetta er hápunktur fyrir okkur. Við erum lið og vinnum saman en þetta var erfitt í kvöld því þetta er búið að vera langt og strangt tímabil," sagði Frank Lampard. Branislav Ivanovic skoraði sigurmark Chelsea í uppbótartíma leiskins.
„Það á enginn á þetta meira skilið en Ivanovic því hann er búinn að vera frábær. Þú býrð til þína eigin heppni og við stóðum saman. Félagið á þetta skilið," sagði Lampard.
„Ég vona það virkilega að ég verði áfram í Chelsea á næsta tímabili. Við höfum ekkert rætt málin enda hefur mikið verið í gangi síðustu vikur. Ég vonast til að framlengja minn samning og félagið hefur staðið sig frábærlega gagnvart mér," sagði Lampard.

