Gæti ekki sagt nei við NFL 28. maí 2013 11:30 Hafþór að keppa í keppninni um sterkasta mann heims. Eins og Vísir greindi frá í morgun þá virðist Jim Irsay, eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, hafa áhuga á því að skoða sterkasta mann Íslands, Hafþór Júlíus Björnsson. Irsay skrifaði á Twitter-síðu sína að hann þyrfti kannski að skoða "Íslendinginn" og fór svo af stað með getraunaleik um hver maðurinn sé. Hann er Hafþór Júlíus Björnsson. 24 ára strákur sem er 205 sentimetrar að hæð og lítil 170 kíló. Maður með skrokk fyrir NFL-deildina. "Ég vissi af þessu en það hefur enginn haft formlega samband við mig vegna málsins. Ég veit því ekki hversu mikil alvara er í þessu hjá þeim," sagði Hafþór Júlíus í samtali við Vísi. Hafþór lyftir hér Larissu Reis. Hafþór hefur ekki spilað íþróttina áður né reynt að koma sjálfum sér sérstaklega á framfæri svo hann eigi möguleika á að komast í deildina. "Ég er að keppa í aflraunum um allan heim og þannig vita þeir líklega af mér. Það fréttist af mönnum sem eru 205 sentimetrar og 170 kíló," sagði Hafþór léttur. "Ég væri örugglega tilvalinn í þetta. Ég hef ekkert reynt að koma mér á framfæri en Brynjar Karl Sigurðsson, fyrrum þjálfari minn, hannaði Sideline-forritið sem er notað af liðum í NFL. Hann er tengdur þar inn og þekkir vel til. Einn þjálfari úti spurði hann mikið út í mig og þannig hef ég líklega komist í umræðuna." Hafþór Júlíus neitar því ekki að tilhugsunin um að spila í NFL-deildinni kitli hann. "Ef lið myndi sýna mér áhuga þá myndi ég alltaf skoða það. Ég veit samt að ég færi fyrst í æfingabúðir svo þeir gætu skoðað mig og athugað hvort ég sé nothæfur. Það væri ekki hægt að segja nei við svona stóru tækifæri enda miklir peningar í húfi," sagði Hafþór. "Það er mikill heiður að þeir séu að spá í því að skoða mig. Ég er klár ef að kallið kemur." Innlendar Tengdar fréttir Sterkasti maður Íslands á leið í NFL-deildina? Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. 28. maí 2013 09:30 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun þá virðist Jim Irsay, eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, hafa áhuga á því að skoða sterkasta mann Íslands, Hafþór Júlíus Björnsson. Irsay skrifaði á Twitter-síðu sína að hann þyrfti kannski að skoða "Íslendinginn" og fór svo af stað með getraunaleik um hver maðurinn sé. Hann er Hafþór Júlíus Björnsson. 24 ára strákur sem er 205 sentimetrar að hæð og lítil 170 kíló. Maður með skrokk fyrir NFL-deildina. "Ég vissi af þessu en það hefur enginn haft formlega samband við mig vegna málsins. Ég veit því ekki hversu mikil alvara er í þessu hjá þeim," sagði Hafþór Júlíus í samtali við Vísi. Hafþór lyftir hér Larissu Reis. Hafþór hefur ekki spilað íþróttina áður né reynt að koma sjálfum sér sérstaklega á framfæri svo hann eigi möguleika á að komast í deildina. "Ég er að keppa í aflraunum um allan heim og þannig vita þeir líklega af mér. Það fréttist af mönnum sem eru 205 sentimetrar og 170 kíló," sagði Hafþór léttur. "Ég væri örugglega tilvalinn í þetta. Ég hef ekkert reynt að koma mér á framfæri en Brynjar Karl Sigurðsson, fyrrum þjálfari minn, hannaði Sideline-forritið sem er notað af liðum í NFL. Hann er tengdur þar inn og þekkir vel til. Einn þjálfari úti spurði hann mikið út í mig og þannig hef ég líklega komist í umræðuna." Hafþór Júlíus neitar því ekki að tilhugsunin um að spila í NFL-deildinni kitli hann. "Ef lið myndi sýna mér áhuga þá myndi ég alltaf skoða það. Ég veit samt að ég færi fyrst í æfingabúðir svo þeir gætu skoðað mig og athugað hvort ég sé nothæfur. Það væri ekki hægt að segja nei við svona stóru tækifæri enda miklir peningar í húfi," sagði Hafþór. "Það er mikill heiður að þeir séu að spá í því að skoða mig. Ég er klár ef að kallið kemur."
Innlendar Tengdar fréttir Sterkasti maður Íslands á leið í NFL-deildina? Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. 28. maí 2013 09:30 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Sterkasti maður Íslands á leið í NFL-deildina? Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. 28. maí 2013 09:30