Klaus Frimor kennir fluguköst 26. maí 2013 23:02 Hér sést Klaus Frimor sýna réttu handtökin í flugukasti. Danski atvinnuveiðimaðurinn Klaus Frimor verður með kastnámskeið þar sem hann kennir grunnatriði og leiðréttir villur hjá lengra komnum. Þetta verður fjórða árið sem Klaus verður með námskeið hérlendis í samvinnu við verslunina Veiðiflugur. „Klaus fer yfir grunnatriði í fluguköstum og leiðréttir villur hjá lengra komnum. Námskeiðin eru tvískipt annarsvegar einhendu námskeið og hins vegar tvíhendu námskeið," segir í tilkynningu. „Á einhendu námskeiðunum er farið yfir grunn köstin, yfirhandarköst og velti köst. Á tvíhendu námskeiðinu eru grunnköstin tekin en farið betur í veltiköstin eða Skandinavíska kastið." Kennslan fer fram á Rauðavatni frá klukkan 18 til 22 og kostar námskeiðið 12 þúsund krónur. Innifalið í verðinu er DVD-diskur með köstunum sem Klaus Frimor er að kenna og auðveldar það fólki að rifja upp helstu atriðin í kennslunni. Klaus mun verða hér á landi við kennslu í fjórtán daga og hefst fyrsta námskeiðið á miðvikudaginn. Hægt er að skrá sig í verslun Veiðiflugna eða á netinu, hér.[email protected] Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði
Danski atvinnuveiðimaðurinn Klaus Frimor verður með kastnámskeið þar sem hann kennir grunnatriði og leiðréttir villur hjá lengra komnum. Þetta verður fjórða árið sem Klaus verður með námskeið hérlendis í samvinnu við verslunina Veiðiflugur. „Klaus fer yfir grunnatriði í fluguköstum og leiðréttir villur hjá lengra komnum. Námskeiðin eru tvískipt annarsvegar einhendu námskeið og hins vegar tvíhendu námskeið," segir í tilkynningu. „Á einhendu námskeiðunum er farið yfir grunn köstin, yfirhandarköst og velti köst. Á tvíhendu námskeiðinu eru grunnköstin tekin en farið betur í veltiköstin eða Skandinavíska kastið." Kennslan fer fram á Rauðavatni frá klukkan 18 til 22 og kostar námskeiðið 12 þúsund krónur. Innifalið í verðinu er DVD-diskur með köstunum sem Klaus Frimor er að kenna og auðveldar það fólki að rifja upp helstu atriðin í kennslunni. Klaus mun verða hér á landi við kennslu í fjórtán daga og hefst fyrsta námskeiðið á miðvikudaginn. Hægt er að skrá sig í verslun Veiðiflugna eða á netinu, hér.[email protected]
Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði