Lifði af 330 metra fall Finnur Thorlacius skrifar 26. maí 2013 11:00 Ofurhugi með litla fallhlíf lifði af 330 metra fall af kletti við Garda vatn á Ítalíu og þótt ótrúlegt megi viðast þá slapp hann lítið slasaður. Fallhlífin hans opnaðist ekki eðlilega og hann sneri öfugt þegar hún loksins opnaðist. Þá var það orðið um seinan og hann skall utan í kletta og rúllaði niður og varð fyrir hverju högginu á fætur öðru á leið sinni niður. „Ég reyndi bara að lifa þetta af sagði ofurhuginn Matthew Gough og vissi að lokahöggið gæti orðið banvænt". Hann skall á um 60 kílómetra hraða á flötu steyptu gólfi. Hann rétt slapp við eina 10 stálpinna neðst og ekki munaði nema fáeinum sentimetrum að þeir rifu hann á hol. Matthew var lagður inn á spítala en var útskrifaður nokkrum klukkustundum síðar. Hann ætlar að halda áfram að stökkva BASE jump áfram og væntir ekki meðaumkunar vegna þessa óhapps. Óhapp ofurhugans má sjá í meðfylgjandi myndskeiði með myndavél sem hann bar á hjálmi sínum og það er ekki fyrir viðkvæma. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent
Ofurhugi með litla fallhlíf lifði af 330 metra fall af kletti við Garda vatn á Ítalíu og þótt ótrúlegt megi viðast þá slapp hann lítið slasaður. Fallhlífin hans opnaðist ekki eðlilega og hann sneri öfugt þegar hún loksins opnaðist. Þá var það orðið um seinan og hann skall utan í kletta og rúllaði niður og varð fyrir hverju högginu á fætur öðru á leið sinni niður. „Ég reyndi bara að lifa þetta af sagði ofurhuginn Matthew Gough og vissi að lokahöggið gæti orðið banvænt". Hann skall á um 60 kílómetra hraða á flötu steyptu gólfi. Hann rétt slapp við eina 10 stálpinna neðst og ekki munaði nema fáeinum sentimetrum að þeir rifu hann á hol. Matthew var lagður inn á spítala en var útskrifaður nokkrum klukkustundum síðar. Hann ætlar að halda áfram að stökkva BASE jump áfram og væntir ekki meðaumkunar vegna þessa óhapps. Óhapp ofurhugans má sjá í meðfylgjandi myndskeiði með myndavél sem hann bar á hjálmi sínum og það er ekki fyrir viðkvæma.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent