Sportbíll BMW-Toyota sýndur í Tokyo Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2013 08:45 Samstarfið handsalað fyrr á þessu ári. Fyrr á þessu ári staðfestu Toyota og BMW samstarf um smíði sportlegs bíls sem nota ætti tvinntækni frá Toyota. Ekki verður langt að bíða þess að berja bílinn augum því hann verður sýndur strax á væntanlegri bílasýningu í Tokýo í nóvember. Þessi bíll á að vera byggður í úr léttum efnum, vera með nýjustu gerð rafhlaða og fá afl til allra hjólanna. Að framan fær hann afl frá rafmótorum, en að aftan frá hefðbundinni bensínvél. Bíllinn á að verða í millistærð bíla í sportbílaflokki. Það er vonandi að þessi bíll verði jafn spennandi og afrakstur samstarfs Toyota og Subaru sem leiddi til smíði Toyota GT86/Subaru BRZ sportbílsins. Sá bíll selst vel og er almennt talinn einstakur akstursbíll. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent
Fyrr á þessu ári staðfestu Toyota og BMW samstarf um smíði sportlegs bíls sem nota ætti tvinntækni frá Toyota. Ekki verður langt að bíða þess að berja bílinn augum því hann verður sýndur strax á væntanlegri bílasýningu í Tokýo í nóvember. Þessi bíll á að vera byggður í úr léttum efnum, vera með nýjustu gerð rafhlaða og fá afl til allra hjólanna. Að framan fær hann afl frá rafmótorum, en að aftan frá hefðbundinni bensínvél. Bíllinn á að verða í millistærð bíla í sportbílaflokki. Það er vonandi að þessi bíll verði jafn spennandi og afrakstur samstarfs Toyota og Subaru sem leiddi til smíði Toyota GT86/Subaru BRZ sportbílsins. Sá bíll selst vel og er almennt talinn einstakur akstursbíll.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent