Endursöluverð Fisker Karma fellur um helming Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2013 11:15 Rafbílaframleiðandinn Fisker í Kaliforníu er gjaldþrota og slíkt getur haft mikil áhrif endursöluverð þeirra bíla sem Fisker náði að framleiða fyrir gjaldþrot. Fisker framleiddi Karma bílinn, sem þótt hefur einkar fallegur bíll, en dýr var hann líka. Hann kostaði 103.000 dollara, en nú vill enginn borga nema um helming þess verðs fyrir lítið notaða þannig bíla. Einn Fisker Karma var boðinn upp á eBay um daginn og uppboðið var stöðvað því enginn bauð hærra en 45.100 dollara, vel innan við hálfvirði bílsins. Þó er til dæmi um að Karma bíll hafi selst nýlega fyrir tæpa 60.000 dollara á bílasölu. Nýir eigendur eru eðlilega hræddir um að sú þjónusta sem veitt verður við þessa bíla verði af skornum skammti og varahlutir ef til vill ekki til. Finnur Thorlacius Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður
Rafbílaframleiðandinn Fisker í Kaliforníu er gjaldþrota og slíkt getur haft mikil áhrif endursöluverð þeirra bíla sem Fisker náði að framleiða fyrir gjaldþrot. Fisker framleiddi Karma bílinn, sem þótt hefur einkar fallegur bíll, en dýr var hann líka. Hann kostaði 103.000 dollara, en nú vill enginn borga nema um helming þess verðs fyrir lítið notaða þannig bíla. Einn Fisker Karma var boðinn upp á eBay um daginn og uppboðið var stöðvað því enginn bauð hærra en 45.100 dollara, vel innan við hálfvirði bílsins. Þó er til dæmi um að Karma bíll hafi selst nýlega fyrir tæpa 60.000 dollara á bílasölu. Nýir eigendur eru eðlilega hræddir um að sú þjónusta sem veitt verður við þessa bíla verði af skornum skammti og varahlutir ef til vill ekki til. Finnur Thorlacius
Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður