Dýr bílfarmur fuðrar upp Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2013 08:45 Afar óheppilegt er að það kvikni í flutningabílum sem flytja marga bíla í senn og þeir eyðileggjast, en farmurinn er misdýr. Í þessu tilviki í Bangkok í Tælandi var farmurinn rándýr, því að á palli flutningabílsins voru Ferrari 430 Scuderia, Lamborghini Murcielago LP640, tveir Bentley Flying Spur og BMW X6M. Allir eru þeir ónýtir eftir brunann en sameiginlegt andvirði þeirra er 322 milljónir króna. Ekki kemur fram hvað olli brunanum. Bremsur flutningabílsins urðu einnig fyrir barðinu á eldinum og vagninn sem flytur bílana varð viðskila við bílinn sem dró hann og rann vagninn útá hraðbraut og stíflaði hana í dágóðan tíma. Heppnin elti því ekki beint með ökumanni flutningabílsins þennan daginn. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent
Afar óheppilegt er að það kvikni í flutningabílum sem flytja marga bíla í senn og þeir eyðileggjast, en farmurinn er misdýr. Í þessu tilviki í Bangkok í Tælandi var farmurinn rándýr, því að á palli flutningabílsins voru Ferrari 430 Scuderia, Lamborghini Murcielago LP640, tveir Bentley Flying Spur og BMW X6M. Allir eru þeir ónýtir eftir brunann en sameiginlegt andvirði þeirra er 322 milljónir króna. Ekki kemur fram hvað olli brunanum. Bremsur flutningabílsins urðu einnig fyrir barðinu á eldinum og vagninn sem flytur bílana varð viðskila við bílinn sem dró hann og rann vagninn útá hraðbraut og stíflaði hana í dágóðan tíma. Heppnin elti því ekki beint með ökumanni flutningabílsins þennan daginn.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent