Hernandez bendlaður við tvöfalt morð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2013 23:30 Aaron Hernandez eftir handtökuna í gær. Mynd/AP NFL-leikmaðurinn Aaron Hernandez virðist eiga langa fangelsisvist fyrir höndum en hann var í gær ákærður fyrir morð. Hernandez var rekinn frá liði sínu, New England Patriots, skömmu eftir að hann var handtekinn í gær en hann hefur verið einn af allra bestu innherjum deildarinnar. Í dag greindu svo bandarískir fjölmiðlar frá því að lögreglan væri að kanna mögulegan þátt Hernandez í máli þar sem tveir voru myrtir í Boston á síðasta ári. Málið er enn óupplýst en þrír menn urðu þá fyrir skotárás úr bíl á ferð. Tveir létust samstundis en sá þriðji komst af. Lögreglan í Boston hefur neitað að upplýsa hvort að Hernandez sé grunaður um verknaðinn en fjölmiðlar ytra greina frá því að málin tvö séu mögulega tengd. Í síðustu viku fannst hinn 27 ára gamli Odin Lloyd látinn skammt frá heimili Hernandez. Fljótlega beindist rannsókn lögreglunnar að Hernandez sem taldist vinur Lloyd. Hernandez var leiddur fyrir dómara í gær þar sem hann lýsti sig saklausan af ákærum sem honum voru birtar. Dómari neitaði að láta hann lausan gegn tryggingu og sagði saksóknara hafa sterkt mál í höndunum. Saksóknari heldur því fram að Hernandez hafi ásamt tveimur öðrum sótt Lloyd á heimili sitt og keyrt með hann á mannlaust byggingarsvæði. Þar mun Hernandez hafa skotið Lloyd til bana og myrt hann af yfirlögðu ráði. Lloyd mun mögulega hafa búið yfir vitneskju um áðurnefnda skotárás sem átti sér stað, eftir því sem kemur fram í fréttaflutningi ytra. Enn fremur sást til Hernandez í slagsmálum á næturklúbbi í Boston aðeins fáeinum klukkustundum áður en skotárásin átti sér stað skammt undan. NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
NFL-leikmaðurinn Aaron Hernandez virðist eiga langa fangelsisvist fyrir höndum en hann var í gær ákærður fyrir morð. Hernandez var rekinn frá liði sínu, New England Patriots, skömmu eftir að hann var handtekinn í gær en hann hefur verið einn af allra bestu innherjum deildarinnar. Í dag greindu svo bandarískir fjölmiðlar frá því að lögreglan væri að kanna mögulegan þátt Hernandez í máli þar sem tveir voru myrtir í Boston á síðasta ári. Málið er enn óupplýst en þrír menn urðu þá fyrir skotárás úr bíl á ferð. Tveir létust samstundis en sá þriðji komst af. Lögreglan í Boston hefur neitað að upplýsa hvort að Hernandez sé grunaður um verknaðinn en fjölmiðlar ytra greina frá því að málin tvö séu mögulega tengd. Í síðustu viku fannst hinn 27 ára gamli Odin Lloyd látinn skammt frá heimili Hernandez. Fljótlega beindist rannsókn lögreglunnar að Hernandez sem taldist vinur Lloyd. Hernandez var leiddur fyrir dómara í gær þar sem hann lýsti sig saklausan af ákærum sem honum voru birtar. Dómari neitaði að láta hann lausan gegn tryggingu og sagði saksóknara hafa sterkt mál í höndunum. Saksóknari heldur því fram að Hernandez hafi ásamt tveimur öðrum sótt Lloyd á heimili sitt og keyrt með hann á mannlaust byggingarsvæði. Þar mun Hernandez hafa skotið Lloyd til bana og myrt hann af yfirlögðu ráði. Lloyd mun mögulega hafa búið yfir vitneskju um áðurnefnda skotárás sem átti sér stað, eftir því sem kemur fram í fréttaflutningi ytra. Enn fremur sást til Hernandez í slagsmálum á næturklúbbi í Boston aðeins fáeinum klukkustundum áður en skotárásin átti sér stað skammt undan.
NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira