Ford hættir framleiðslu Harley Davidson útgáfu F-150 Finnur Thorlacius skrifar 25. júní 2013 08:45 Ford F-150 Harley Davidson pallbíll og Harley Davidson mótorhjól Það er í sjálfu sér hálfundarlegt að Ford hafi framleitt F-150 pallbílinn í útfærslu sem kennd hefur verið við Harley Davidson mótorhjól. Ford segir að aðeins 1-2% af seldum F-150 bílum hafi verið af þessari gerð, svo ekki sé nú mjög sársaukafullt að leggja niður þessa gerð hins vinsæla pallbíls. Framleiðsla Harley Davidson útgáfu F-150 hófst árið 1999 og átti að höfða til þeirra sem samsvöruðu lífstíl sínum við mótorhjólin hippalegu, en vildu eiga pallbíl. Það eru greinilega ekki nógu margir sem höfðu þessa samsvörun. Kaupendur F-150 pallbílsins geta nú aðeins valið á milli gerðanna Platinum, King Ranch, Lariat og Lariat Limited, auk hefðbundinnar gerðar! Aumingja kaupendur. Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent
Það er í sjálfu sér hálfundarlegt að Ford hafi framleitt F-150 pallbílinn í útfærslu sem kennd hefur verið við Harley Davidson mótorhjól. Ford segir að aðeins 1-2% af seldum F-150 bílum hafi verið af þessari gerð, svo ekki sé nú mjög sársaukafullt að leggja niður þessa gerð hins vinsæla pallbíls. Framleiðsla Harley Davidson útgáfu F-150 hófst árið 1999 og átti að höfða til þeirra sem samsvöruðu lífstíl sínum við mótorhjólin hippalegu, en vildu eiga pallbíl. Það eru greinilega ekki nógu margir sem höfðu þessa samsvörun. Kaupendur F-150 pallbílsins geta nú aðeins valið á milli gerðanna Platinum, King Ranch, Lariat og Lariat Limited, auk hefðbundinnar gerðar! Aumingja kaupendur.
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent