BMW selur meira í Kína en Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 13. júlí 2013 13:45 Frá samsetningarverksmiðju BMW í Kína Þýski bílasmiðurinn BMW gerir ráð fyrir því að selja fleiri bíla í ár en í Bandaríkjunum og yrði það í fyrsta skipti. Í Kína búa 1,3 milljarður manna og yfir 100 borgir eru með meira en milljón íbúa, svo það er ekki nema vona að þar sé stór markaður og margir hverjir orðnir nýríkir þar eystra. BMW hefur aukið sölu sína í Kína um 16% og 25% aukning er í sölu 5-línu bíls BMW í Kína. BMW hefur fjölgað mjög útsölustöðum sínum að undanförnu í Kína og á það ef til vill stærstan þátt í þessari aukningu. Þrátt fyrir þetta ágæta gengi BMW í Kína selur BMW færri bíla þar en Audi og hefur söluvöxtur Audi í ár verið enn meiri en hjá BMW, eða 18%. Hefur Audi selt nú þegar 228.000 bíla en BMW 170.000, svo töluvert er í land að BMW nái Audi í sölu í Kína. Kínamarkaður er stærsti markaðurinn fyrir bíla Audi og fyrirtækið er með samsetningaverksmiðjur þar og hefur verið lengi. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent
Þýski bílasmiðurinn BMW gerir ráð fyrir því að selja fleiri bíla í ár en í Bandaríkjunum og yrði það í fyrsta skipti. Í Kína búa 1,3 milljarður manna og yfir 100 borgir eru með meira en milljón íbúa, svo það er ekki nema vona að þar sé stór markaður og margir hverjir orðnir nýríkir þar eystra. BMW hefur aukið sölu sína í Kína um 16% og 25% aukning er í sölu 5-línu bíls BMW í Kína. BMW hefur fjölgað mjög útsölustöðum sínum að undanförnu í Kína og á það ef til vill stærstan þátt í þessari aukningu. Þrátt fyrir þetta ágæta gengi BMW í Kína selur BMW færri bíla þar en Audi og hefur söluvöxtur Audi í ár verið enn meiri en hjá BMW, eða 18%. Hefur Audi selt nú þegar 228.000 bíla en BMW 170.000, svo töluvert er í land að BMW nái Audi í sölu í Kína. Kínamarkaður er stærsti markaðurinn fyrir bíla Audi og fyrirtækið er með samsetningaverksmiðjur þar og hefur verið lengi.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent