Óvenjulegur bílaskúlptúr Finnur Thorlacius skrifar 13. júlí 2013 08:45 Á hverju ári er útbúinn skúlptúr úr bílum á bílasýningunni Goodwood Festival of Speed í Bretlandi. Hann er sérstaklega óvenjulegur þetta árið og er til heiðurs sportbílsins Porsche 911, sem á 50 ára afmæli í ár. Efst á þessum hvítmáluðu hávöxnu stöngum eru þrjár kynslóðir Porsche 911 bílsins, einn af fyrstu gerð bílsins frá árinu 1963, einn af árgerðinni 1973 og sá neðsti er nýjasta gerð hans sem hefur framleiðslunúmerið 991. Á síðasta ári skartaði hátíðin skúlptúr af glænýjum Lotus bíl, en árið 2009 átti Audi bíll sviðið, Alfa Romeo árið 2010 og Jaguar árið 2011. Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent
Á hverju ári er útbúinn skúlptúr úr bílum á bílasýningunni Goodwood Festival of Speed í Bretlandi. Hann er sérstaklega óvenjulegur þetta árið og er til heiðurs sportbílsins Porsche 911, sem á 50 ára afmæli í ár. Efst á þessum hvítmáluðu hávöxnu stöngum eru þrjár kynslóðir Porsche 911 bílsins, einn af fyrstu gerð bílsins frá árinu 1963, einn af árgerðinni 1973 og sá neðsti er nýjasta gerð hans sem hefur framleiðslunúmerið 991. Á síðasta ári skartaði hátíðin skúlptúr af glænýjum Lotus bíl, en árið 2009 átti Audi bíll sviðið, Alfa Romeo árið 2010 og Jaguar árið 2011.
Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent