Arnar Bragi Bergsson var hetja Eyjamanna sem unnu hádramatískan sigur á HB í Þórshöfn í Færeyjum í kvöld. Markið dugði til að tryggja ÍBV sæti í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA.
Markið skoraði Arnar Bragi, sem kom inn á sem varamaður í síðari hálfeik, úr vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins. Arnar Bragi hefur enn ekki spilað með ÍBV í Pepsi-deildinni en hann kom til liðsins frá IFK Gautaborgar fyrir tímabilið og þykir þessi tvítugi piltur efnilegur.
Þetta var sanngjörn niðurstaða þar sem að ÍBV hafði sótt stíft í leiknum eftir rólegar fyrstu 30 mínútur. HB varðist grimmt enda hefði markalaust jafntefli dugað liðinu til að komast áfram.
Hermann Hreiðarsson spilaði síðasta stundarfjórðunginn en hann heldur upp á 39 ára afmæli sitt í dag. Hann fékk áminningu á lokamínútum leiksins.
ÍBV mætir Rauðu stjörnunni í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA.
Mark í uppbótartíma bjargaði ÍBV

Mest lesið



Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn


Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn


„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn
