Hlauparinn Gunnlaugur A. Júlíusson tók þátt á Thames Ring 2013-mótinu í London á dögunum en þá hljóp kappinn tíu maraþon hlaup í röð án þess að sofa á milli.
Gunnlaugur hafnaði í fjórða sæti mótsins af þeim 37 keppendum sem hófu hlaupið. Hlauparinn hljóp því rúmlega 400 kílómetra á um 70 klukkustundir sem er ótrúlegt afrek.
Í samtali við Fréttablaðið á dögunum talaði Gunnlaugur um það að Guinness bjór hafi verið bjargvættur hlauparans á meðan hlaupinu stóð.
Þegar Gunnlaugur kom til landsins tók fulltrúi Ölgerðarinnar á móti kappanum og afhenti honum einn kassa af Guinness.
Myndband af atvikinu og viðtal við Gunnlaug má sjá hér að ofan.
