Tófan leitar í byggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júlí 2013 13:38 Bergur Björnsson refaskytta er að ná metfjölda í sumar; er búinn að drepa 39 stykki og allt í byggð. Um fjörutíu tófur hafa verið skotnar af refaskyttu Skeiða og Gnúpverjahrepps í sumar en flestar hafa þær verið felldar í Þjórsárdal og þar í kring. Tófurnar sækja mjög af bæjum og sumarbústöðum á svæðinu í leit af æti. Bergur Björnsson er snjöll refaskytta frá Skriðufelli í Þjórsárdal en hann vinnur fyrir Skeiða og Gnúpverjahrepp. Það sem af er sumri hefur hann skotið 39 tófur en rebbi er meira og minna um allt sveitarfélagið. "Það gengur alveg ótrúlega vel. Ég er að ná metfjölda í sumar; er búinn að drepa 39 stykki og allt í byggð." Bergur segir að tófan hafi fjölgað sér mjög mikið síðustu ár, ekki síst í byggð, eða í kringum sveitabæi og sumarbústaði. "Já, hún er spakari þar en á afréttinum. En, samt náttúrlega stygg." Spurður hversu nálægt bæjum hún er og fer segir Bergur að hún geti hæglega verið í um tveggja kílómetra fjarlægð frá bæ. Sem þykir ekki mikið. Bergur telur það þetta hafi með fæðuframboð að gera, lítið hefur verið um rjúpu að undanförnu og svo telur hann að flest óðul, sem refurinn gerir sér, séu hreinlega þétt setin. Bergur ætlar að halda áfram að liggja fyrri tófunni. "Meðan maður hefur gaman að þessu, þá gerir maður það. Ég er búinn að stunda þetta í 25 ár. Þrátt fyrir ungan aldur." Bergur fær greitt fyrir hvert skott af tófunni en hann segist ekki gera þetta peninganna vegna -- hann hefur fyrst og fremst gaman að starfinu. Stangveiði Mest lesið Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði
Um fjörutíu tófur hafa verið skotnar af refaskyttu Skeiða og Gnúpverjahrepps í sumar en flestar hafa þær verið felldar í Þjórsárdal og þar í kring. Tófurnar sækja mjög af bæjum og sumarbústöðum á svæðinu í leit af æti. Bergur Björnsson er snjöll refaskytta frá Skriðufelli í Þjórsárdal en hann vinnur fyrir Skeiða og Gnúpverjahrepp. Það sem af er sumri hefur hann skotið 39 tófur en rebbi er meira og minna um allt sveitarfélagið. "Það gengur alveg ótrúlega vel. Ég er að ná metfjölda í sumar; er búinn að drepa 39 stykki og allt í byggð." Bergur segir að tófan hafi fjölgað sér mjög mikið síðustu ár, ekki síst í byggð, eða í kringum sveitabæi og sumarbústaði. "Já, hún er spakari þar en á afréttinum. En, samt náttúrlega stygg." Spurður hversu nálægt bæjum hún er og fer segir Bergur að hún geti hæglega verið í um tveggja kílómetra fjarlægð frá bæ. Sem þykir ekki mikið. Bergur telur það þetta hafi með fæðuframboð að gera, lítið hefur verið um rjúpu að undanförnu og svo telur hann að flest óðul, sem refurinn gerir sér, séu hreinlega þétt setin. Bergur ætlar að halda áfram að liggja fyrri tófunni. "Meðan maður hefur gaman að þessu, þá gerir maður það. Ég er búinn að stunda þetta í 25 ár. Þrátt fyrir ungan aldur." Bergur fær greitt fyrir hvert skott af tófunni en hann segist ekki gera þetta peninganna vegna -- hann hefur fyrst og fremst gaman að starfinu.
Stangveiði Mest lesið Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði