Toyota naumlega stærstir Finnur Thorlacius skrifar 27. júlí 2013 12:38 Forstjóri Toyota Nú þegar sölutölur fyrir fyrri helming ársins liggja fyrir sést að enn er Toyota stærsti bílaframleiðandi í heimi, en mjög litlu munar á Toyota og General Motors. Toyota seldi 4,91 milljón bíla frá janúar til júní í ár, en General Motors 4,85 milljón bíla. Þarna munar því um 60.000 seldum bílum, en munurinn var aðeins 10.000 bílar á öðrum ársfjórðungi. Sala Toyota dróst saman um 1,2% frá sama tíma í fyrra en sala GM jókst um 4%. Ef sama þróun heldur áfram út árið mun General Motors verða söluhæst á árinu. Dræm sala Toyota bíla í Kína á stærstan þátt í því að dregur á milli bílaframleiðandanna. Þriðji stærsti bílaframleiðandi heims, Volkswagen AG samstæðan seldi 4,7 milljón bíla svo ekki munar miklu á þremur stærstu framleiðendunum. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent
Nú þegar sölutölur fyrir fyrri helming ársins liggja fyrir sést að enn er Toyota stærsti bílaframleiðandi í heimi, en mjög litlu munar á Toyota og General Motors. Toyota seldi 4,91 milljón bíla frá janúar til júní í ár, en General Motors 4,85 milljón bíla. Þarna munar því um 60.000 seldum bílum, en munurinn var aðeins 10.000 bílar á öðrum ársfjórðungi. Sala Toyota dróst saman um 1,2% frá sama tíma í fyrra en sala GM jókst um 4%. Ef sama þróun heldur áfram út árið mun General Motors verða söluhæst á árinu. Dræm sala Toyota bíla í Kína á stærstan þátt í því að dregur á milli bílaframleiðandanna. Þriðji stærsti bílaframleiðandi heims, Volkswagen AG samstæðan seldi 4,7 milljón bíla svo ekki munar miklu á þremur stærstu framleiðendunum.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent