Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 0-0 Rauða Stjarnan | Vítaspyrna í súginn Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 25. júlí 2013 14:30 Mynd/Vilhelm Eyjamenn eru úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir fjörugt 0-0 jafntefli í seinni leik sínum í annarri umferð forkeppninnar á Hásteinsvelli í dag, Rauða Stjarnan frá Belgrad vann fyrri leikinn 2-0 og nægði það þeim til sigurs í einvíginu. Serbneska liðið varð Evrópumeistari árið 1991. Í fyrri hálfleik var jafnræði á með liðunum en mátti vart sjá hvort liðið spilaði í atvinnumannadeild. Eyjamenn fóru langt á sínum dugnaði og vinnusemi og uppskáru nokkur færi og voru ansi nálægt því að koma knettinum í netið í nokkur skipti. Leikmenn Rauðu Stjörnunnar áttu þó sín færi en náðu ekki að nýta þau frekar en heimamenn. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks hitnaði heldur betur í kolunum og var þá varamanni Serbanna vikið af velli eftir tvö brot og tvö gul spjöld með stuttu millibili, Mihajlovic var alls ekki sáttur með það og strunsaði upp í búningsherbergi en á leiðinni kastaði hann umferðakeilu í bíl Víðis Þorvarðarsonar leikmanns ÍBV. Stuttu seinna komust Eyjamenn inn í teig andstæðinganna. Eftir nokkuð klafs í teignum fór boltinn í hönd Jovan Krneta varnarmanns Rauðu Stjörnunnar og dæmdi dómari leiksins umsvifalaust vítaspyrnu. Gunnar Már, vítaskytta Eyjamanna, steig á punktinn en brást bogalistin. Gullið tækifæri fyrir heimamenn til þess að auka möguleika sína á lokamínútum leiksins í sandinn. Í uppbótartíma áttust Hermann Hreiðarsson og varnarmaður Serbanna við inni í vítateig gestanna. Serbinn virtist fá hendi Hermanns Hreiðarssonar í andlitið og féll við það í jörðina. Dómari leiksins sýndi Hermanni gula spjaldið en það var þjálfari gestanna ekki sáttur við og lét fjórða dómara leiksins heyra það. Ágætur dómari leiksins vísaði honum þá af velli. Gestirnir frá Belgrad kveiktu í blysum eftir lokaflaut dómarans, en gæslumönnum á Hásteinsvelli tókst að hafa hemil á stuðningsmönnunum. Hermann Hreiðarsson: Mark hefði sett duft í leikinn„Það eru vonbrigði að detta út eins og leikurinn spilaðist. Frammistaða okkar í báðum leikjunum var frábær og ég get ekki beðið um meira en það,“ sagði Hermann Hreiðarsson, spilandi þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn Rauðu Stjörnunni í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. „Það segir meira en margt að vera hundfúlir með 0-0 jafntefli gegn gríðarlega sterku liði Rauðu Stjörnunnar. Við vitum það að ef að við skorum eitt mark þá er ég nokkuð viss um að annað hefði fylgt í kjölfarið,“ sagði Hermann en hann var gríðarlega ánægður með baráttu sinna manna gegn gríðarlega sterku liði Rauðu Stjörnunnar. Eyjamenn fengu vítaspyrnu á 79. mínútu leiksins þegar að boltinn fór í hendi varnarmanns serbneska liðsins, Gunnar Már Guðmundsson steig á punktinn en lét markmann gestanna, Boban Bajkovic verja frá sér. „Það voru önnur færi en vítaspyrnan. Eitt mark hefði sett ansi mikið duft í þetta,“ sagði Hemmi en bætti einnig við að Eyjamenn gæti borið höfuðið hátt eftir þessa leiki. Fótbolti Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Djurgården | Formsatriði fyrir bláklædda Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Í beinni: Bodö/Glimt - Tottenham | Tekst Norsurunum hið ómögulega? Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Eyjamenn eru úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir fjörugt 0-0 jafntefli í seinni leik sínum í annarri umferð forkeppninnar á Hásteinsvelli í dag, Rauða Stjarnan frá Belgrad vann fyrri leikinn 2-0 og nægði það þeim til sigurs í einvíginu. Serbneska liðið varð Evrópumeistari árið 1991. Í fyrri hálfleik var jafnræði á með liðunum en mátti vart sjá hvort liðið spilaði í atvinnumannadeild. Eyjamenn fóru langt á sínum dugnaði og vinnusemi og uppskáru nokkur færi og voru ansi nálægt því að koma knettinum í netið í nokkur skipti. Leikmenn Rauðu Stjörnunnar áttu þó sín færi en náðu ekki að nýta þau frekar en heimamenn. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks hitnaði heldur betur í kolunum og var þá varamanni Serbanna vikið af velli eftir tvö brot og tvö gul spjöld með stuttu millibili, Mihajlovic var alls ekki sáttur með það og strunsaði upp í búningsherbergi en á leiðinni kastaði hann umferðakeilu í bíl Víðis Þorvarðarsonar leikmanns ÍBV. Stuttu seinna komust Eyjamenn inn í teig andstæðinganna. Eftir nokkuð klafs í teignum fór boltinn í hönd Jovan Krneta varnarmanns Rauðu Stjörnunnar og dæmdi dómari leiksins umsvifalaust vítaspyrnu. Gunnar Már, vítaskytta Eyjamanna, steig á punktinn en brást bogalistin. Gullið tækifæri fyrir heimamenn til þess að auka möguleika sína á lokamínútum leiksins í sandinn. Í uppbótartíma áttust Hermann Hreiðarsson og varnarmaður Serbanna við inni í vítateig gestanna. Serbinn virtist fá hendi Hermanns Hreiðarssonar í andlitið og féll við það í jörðina. Dómari leiksins sýndi Hermanni gula spjaldið en það var þjálfari gestanna ekki sáttur við og lét fjórða dómara leiksins heyra það. Ágætur dómari leiksins vísaði honum þá af velli. Gestirnir frá Belgrad kveiktu í blysum eftir lokaflaut dómarans, en gæslumönnum á Hásteinsvelli tókst að hafa hemil á stuðningsmönnunum. Hermann Hreiðarsson: Mark hefði sett duft í leikinn„Það eru vonbrigði að detta út eins og leikurinn spilaðist. Frammistaða okkar í báðum leikjunum var frábær og ég get ekki beðið um meira en það,“ sagði Hermann Hreiðarsson, spilandi þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn Rauðu Stjörnunni í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. „Það segir meira en margt að vera hundfúlir með 0-0 jafntefli gegn gríðarlega sterku liði Rauðu Stjörnunnar. Við vitum það að ef að við skorum eitt mark þá er ég nokkuð viss um að annað hefði fylgt í kjölfarið,“ sagði Hermann en hann var gríðarlega ánægður með baráttu sinna manna gegn gríðarlega sterku liði Rauðu Stjörnunnar. Eyjamenn fengu vítaspyrnu á 79. mínútu leiksins þegar að boltinn fór í hendi varnarmanns serbneska liðsins, Gunnar Már Guðmundsson steig á punktinn en lét markmann gestanna, Boban Bajkovic verja frá sér. „Það voru önnur færi en vítaspyrnan. Eitt mark hefði sett ansi mikið duft í þetta,“ sagði Hemmi en bætti einnig við að Eyjamenn gæti borið höfuðið hátt eftir þessa leiki.
Fótbolti Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Djurgården | Formsatriði fyrir bláklædda Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Í beinni: Bodö/Glimt - Tottenham | Tekst Norsurunum hið ómögulega? Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn