Vilja banna hefðbundna bíla árið 2040 Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2013 13:05 Hætt yrði við breyttri sýn á breskum þjóðvegum gangi tillögurnar eftir. Frjálslyndir demókratar í Bretlandi hafa sett fram frumvarp þess efnis að hefðbundnir bílar sem brenna bensíni og dísilolíu verði bannað að aka á breskum vegum frá og með árinu 2040. Er þessi tillaga liður í draumsýninni „Zero Carbon Country“, en í henni felst að í Bretlandi verði koldíoxíðmengun svo til engin í landinu. Í áformum flokksins yrði þó áfram leyfilegt að nota bíla með ofurlítilli koldísoxíðmengun, lítið mengandi tvinnbílum og rafmagnsbílum. Flutningabílar mættu þó áfram brenna bensíni eða dísilolíu. Langur vegur er frá því að þessar tillögur geti orðið að lögum og er hún aðallega sett fram til samþykktar innan flokksins sjálfs og til þess gerð að kjósendur viti fyrir hvað flokkurinn stendur. Kosið verður um þessa tillögu á flokksþingi Frjálsra demókrata í Bretlandi sem haldið verður fljótlega í Glasgow. Hætt er við því að þessi tillaga flokksins verði heilmikið aðhlátursefni annarra flokka í landinu. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent
Frjálslyndir demókratar í Bretlandi hafa sett fram frumvarp þess efnis að hefðbundnir bílar sem brenna bensíni og dísilolíu verði bannað að aka á breskum vegum frá og með árinu 2040. Er þessi tillaga liður í draumsýninni „Zero Carbon Country“, en í henni felst að í Bretlandi verði koldíoxíðmengun svo til engin í landinu. Í áformum flokksins yrði þó áfram leyfilegt að nota bíla með ofurlítilli koldísoxíðmengun, lítið mengandi tvinnbílum og rafmagnsbílum. Flutningabílar mættu þó áfram brenna bensíni eða dísilolíu. Langur vegur er frá því að þessar tillögur geti orðið að lögum og er hún aðallega sett fram til samþykktar innan flokksins sjálfs og til þess gerð að kjósendur viti fyrir hvað flokkurinn stendur. Kosið verður um þessa tillögu á flokksþingi Frjálsra demókrata í Bretlandi sem haldið verður fljótlega í Glasgow. Hætt er við því að þessi tillaga flokksins verði heilmikið aðhlátursefni annarra flokka í landinu.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent