Löggan fær 365 hestafla Explorer Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2013 14:45 Nýir Ford Explorer jeppar lögreglunnar í Bandaríkjunum. Lögreglan í Bandaríkjunum hefur löngum ekið um á Ford bílum og nú ætlar Ford að bjóða lögreglunni þar vestra Ford Explorer jeppa sem verða með 3,5 lítra V6 EcoBoost vél sem skilar 365 hestöflum til hjólanna. Því verður aðeins erfiðara að stinga lögregluna af núna en áður. Áður bauðst lögreglunni sami bíll með 3,7 lítra vél sem var 304 hestöfl og hefur lögreglan keypt mikið af þeim bíl, enda sérframleiddur fyrir lögregluna. Lögreglan hefur í gegnum tíðina keypt mikið af Ford Crown Victoria fólksbílum en Ford hefur nú ákveðið að hætta framleiðslu þess bíls, svo koma þessa öfluga Explorer gat ekki komið á betri tíma. Lögreglan í Bandaríkjunum er með svo mikið af búnaði í bílum sínum nú til dags að þörfin fyrir stærri bíla eins og Explorer jeppann eða sambærilega bíla hefur minnkað mjög eftirspurnina eftir fólksbílum. Chevrolet Tahoe, sem er stór jeppi, hefur einnig verið mjög vinsæll undanfarið hjá lögreglunni. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent
Lögreglan í Bandaríkjunum hefur löngum ekið um á Ford bílum og nú ætlar Ford að bjóða lögreglunni þar vestra Ford Explorer jeppa sem verða með 3,5 lítra V6 EcoBoost vél sem skilar 365 hestöflum til hjólanna. Því verður aðeins erfiðara að stinga lögregluna af núna en áður. Áður bauðst lögreglunni sami bíll með 3,7 lítra vél sem var 304 hestöfl og hefur lögreglan keypt mikið af þeim bíl, enda sérframleiddur fyrir lögregluna. Lögreglan hefur í gegnum tíðina keypt mikið af Ford Crown Victoria fólksbílum en Ford hefur nú ákveðið að hætta framleiðslu þess bíls, svo koma þessa öfluga Explorer gat ekki komið á betri tíma. Lögreglan í Bandaríkjunum er með svo mikið af búnaði í bílum sínum nú til dags að þörfin fyrir stærri bíla eins og Explorer jeppann eða sambærilega bíla hefur minnkað mjög eftirspurnina eftir fólksbílum. Chevrolet Tahoe, sem er stór jeppi, hefur einnig verið mjög vinsæll undanfarið hjá lögreglunni.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent