Stálu 4,5 tonnum af smápeningum úr stöðumælum Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2013 14:45 Annar þjófurinn staðinn að verki með fullan poka af smápeningum Á tíu árum tókst tveimur starfsmönnum við stöðumælaviðgerðir í bandarísku borginni Buffalo í New York fylki að stela andvirði 200.000 dollara í 25 senta smápeningum. Það þýðir að þeir þurftu að komast yfir 800.000 smápeninga úr stöðumælunum sem vega alls 4,54 tonn. Andvirðið nemur um 24 milljónum króna. Þjófarnir stálu peningunum einungis úr eldri gerð stöðumæla en annað starfsfólk bílastæðasjóðsins þar í borg hafði tekið eftir að tekjur af nýrri gerðum mælanna voru umtalsvert meiri en þeirra eldri. Varð það til þess að rannsókn var hafin á misræminu sem leiddi til þess að þjófarnir voru gómaðir glóðvolgir. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent
Á tíu árum tókst tveimur starfsmönnum við stöðumælaviðgerðir í bandarísku borginni Buffalo í New York fylki að stela andvirði 200.000 dollara í 25 senta smápeningum. Það þýðir að þeir þurftu að komast yfir 800.000 smápeninga úr stöðumælunum sem vega alls 4,54 tonn. Andvirðið nemur um 24 milljónum króna. Þjófarnir stálu peningunum einungis úr eldri gerð stöðumæla en annað starfsfólk bílastæðasjóðsins þar í borg hafði tekið eftir að tekjur af nýrri gerðum mælanna voru umtalsvert meiri en þeirra eldri. Varð það til þess að rannsókn var hafin á misræminu sem leiddi til þess að þjófarnir voru gómaðir glóðvolgir.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent