Man eftir sigrinum á Nadal þegar hann var þrettán ára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2013 17:00 Mynd/Samsett Frakkinn Richard Gasquet mætir Rafael Nadal í undanúrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis á morgun. Gasquet hefur aðeins einu sinni lagt Nadal að velli. Gasquet tryggði sér sæti í undanúrslitum með 6-3, 6-3, 2-4, 2-6 og 6-3 sigri á David Ferrer í leik sem stóð yfir í á fjórðu klukkustund. Að leik loknum var ljóst að mótherji Gasquet í undanúrslitum yrði Rafael Nadal eða Tommy Robredo. Gasquet var viss um að Nadal yrði mótherji sinn. „Ég hef séð myndbandið á Youtube,“ sagði Gasquet á blaðamannafundi eftir leikinn. Spurðu blaðamenn Frakkann út í viðureign hans við Nadal frá því kapparnir voru nýskriðnir á táningsaldurinn. Brot úr leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan. „Þetta var leikur í Tarbes, einu stærsta unglingamóti 14 ára og yngri. Það er gaman að vinna sem unglingur en enn betra sem atvinnumaður,“ sagði Frakkinn. Nadal verður mótherji hans í undanúrslitum eftir að hafa slátrað Robredo í átta manna úrslitum. Sá síðarnefndi gerði sér lítið fyrir og lagði Roger Federer í sextán manna úrslitum mótsins. „Ég þekkti Nadal ekki þegar ég var þrettán ára og spilaði við hann,“ sagði Gasquet um myndbandið. Hann minnist þess að Spánverjinn hafi verið afar baráttuglaður og það hafi hann tjáð föður sínum eftir sigur í einu settanna. „Það reyndist satt. Hann varð að einum fremsta leikmanni í heimi.“ Gasquet hefur ekki komist í undanúrslit á risamóti síðan á Wimbledon árið 2007. Þá féll hann úr keppni gegn Roger Federer. Hætt er við því að Gasquet verði þreyttur í viðureign sinni gegn Nadal. Tveir síðustu sigrar hans hafa unnist eftir langa fimm setta leiki. Tennis Tengdar fréttir Ballið búið hjá Venus Venus Williams er úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir tap gegn Zheng Jie frá Kína í þremur settum. 29. ágúst 2013 09:45 Li Na og Serena fyrstar í undanúrslitin Li Na frá Kína og Serena Williams frá Bandaríkjunum voru fyrstar til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis nótt. Átta manna úrslitin eru klár hjá körlunum en Andy Murray frá Bretlandi og Novak Djokovic frá Serbíu voru síðasti inn. 4. september 2013 08:30 Federer óvænt úr leik á opna bandaríska Svisslendingurinn Roger Federer vinnur ekki opna bandaríska meistaramótið í tennis í sjötta sinn í ár því hann er úr leik eftir óvænt tap á móti Spánverjanum Tommy Robredo í nótt. Tommy Robredo var í 19. sæti á styrkleikalista mótsins en Federer var sjöundi. 3. september 2013 08:00 Murray ósáttur þrátt fyrir öruggan sigur Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. 29. ágúst 2013 08:45 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Frakkinn Richard Gasquet mætir Rafael Nadal í undanúrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis á morgun. Gasquet hefur aðeins einu sinni lagt Nadal að velli. Gasquet tryggði sér sæti í undanúrslitum með 6-3, 6-3, 2-4, 2-6 og 6-3 sigri á David Ferrer í leik sem stóð yfir í á fjórðu klukkustund. Að leik loknum var ljóst að mótherji Gasquet í undanúrslitum yrði Rafael Nadal eða Tommy Robredo. Gasquet var viss um að Nadal yrði mótherji sinn. „Ég hef séð myndbandið á Youtube,“ sagði Gasquet á blaðamannafundi eftir leikinn. Spurðu blaðamenn Frakkann út í viðureign hans við Nadal frá því kapparnir voru nýskriðnir á táningsaldurinn. Brot úr leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan. „Þetta var leikur í Tarbes, einu stærsta unglingamóti 14 ára og yngri. Það er gaman að vinna sem unglingur en enn betra sem atvinnumaður,“ sagði Frakkinn. Nadal verður mótherji hans í undanúrslitum eftir að hafa slátrað Robredo í átta manna úrslitum. Sá síðarnefndi gerði sér lítið fyrir og lagði Roger Federer í sextán manna úrslitum mótsins. „Ég þekkti Nadal ekki þegar ég var þrettán ára og spilaði við hann,“ sagði Gasquet um myndbandið. Hann minnist þess að Spánverjinn hafi verið afar baráttuglaður og það hafi hann tjáð föður sínum eftir sigur í einu settanna. „Það reyndist satt. Hann varð að einum fremsta leikmanni í heimi.“ Gasquet hefur ekki komist í undanúrslit á risamóti síðan á Wimbledon árið 2007. Þá féll hann úr keppni gegn Roger Federer. Hætt er við því að Gasquet verði þreyttur í viðureign sinni gegn Nadal. Tveir síðustu sigrar hans hafa unnist eftir langa fimm setta leiki.
Tennis Tengdar fréttir Ballið búið hjá Venus Venus Williams er úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir tap gegn Zheng Jie frá Kína í þremur settum. 29. ágúst 2013 09:45 Li Na og Serena fyrstar í undanúrslitin Li Na frá Kína og Serena Williams frá Bandaríkjunum voru fyrstar til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis nótt. Átta manna úrslitin eru klár hjá körlunum en Andy Murray frá Bretlandi og Novak Djokovic frá Serbíu voru síðasti inn. 4. september 2013 08:30 Federer óvænt úr leik á opna bandaríska Svisslendingurinn Roger Federer vinnur ekki opna bandaríska meistaramótið í tennis í sjötta sinn í ár því hann er úr leik eftir óvænt tap á móti Spánverjanum Tommy Robredo í nótt. Tommy Robredo var í 19. sæti á styrkleikalista mótsins en Federer var sjöundi. 3. september 2013 08:00 Murray ósáttur þrátt fyrir öruggan sigur Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. 29. ágúst 2013 08:45 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Ballið búið hjá Venus Venus Williams er úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir tap gegn Zheng Jie frá Kína í þremur settum. 29. ágúst 2013 09:45
Li Na og Serena fyrstar í undanúrslitin Li Na frá Kína og Serena Williams frá Bandaríkjunum voru fyrstar til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis nótt. Átta manna úrslitin eru klár hjá körlunum en Andy Murray frá Bretlandi og Novak Djokovic frá Serbíu voru síðasti inn. 4. september 2013 08:30
Federer óvænt úr leik á opna bandaríska Svisslendingurinn Roger Federer vinnur ekki opna bandaríska meistaramótið í tennis í sjötta sinn í ár því hann er úr leik eftir óvænt tap á móti Spánverjanum Tommy Robredo í nótt. Tommy Robredo var í 19. sæti á styrkleikalista mótsins en Federer var sjöundi. 3. september 2013 08:00
Murray ósáttur þrátt fyrir öruggan sigur Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. 29. ágúst 2013 08:45