Heimsmet – 72,4 metra stökk á bíl Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2013 10:30 „Ég ætla að halda áfram að stökkva á bílnum þangað til metið eða bíllinn brotnar“, sagði nýi heimsmethafinn í bílastökki, Joe Sylvester. Bíll hans flaug svo langt að það samsvarar megninu af lengd knattspyrnuvallar. Bíllinn hefur aflið til að ná dágóðri ferð fyrir stökkin, eða 1.400 hestöfl. Bíll hans er reyndar merkilega þungur, 4.535 kíló og er af Ram-gerð. Metstökkinu náði hann á Cornfield 500 bílahátíðinni, 72,42 metrum og hraði hans í stökkinu var 137 km/klst, sem er um það bil hámarkshraði þessa bíls. Í stökkinu eyðilagði hann framfjöðrun bílsins. Sylvester átti lengdarmetið árið 2010 uppá 63,39 metra, en missti það síðan og var því þess ákveðnari að ná því aftur. Sylvester segir að það sé ekki spurning um hæfileika að stökkva svona langt, heldur þor. Hann á ekki von á því að þurfa að bæta met sitt eða annarra í bráð. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent
„Ég ætla að halda áfram að stökkva á bílnum þangað til metið eða bíllinn brotnar“, sagði nýi heimsmethafinn í bílastökki, Joe Sylvester. Bíll hans flaug svo langt að það samsvarar megninu af lengd knattspyrnuvallar. Bíllinn hefur aflið til að ná dágóðri ferð fyrir stökkin, eða 1.400 hestöfl. Bíll hans er reyndar merkilega þungur, 4.535 kíló og er af Ram-gerð. Metstökkinu náði hann á Cornfield 500 bílahátíðinni, 72,42 metrum og hraði hans í stökkinu var 137 km/klst, sem er um það bil hámarkshraði þessa bíls. Í stökkinu eyðilagði hann framfjöðrun bílsins. Sylvester átti lengdarmetið árið 2010 uppá 63,39 metra, en missti það síðan og var því þess ákveðnari að ná því aftur. Sylvester segir að það sé ekki spurning um hæfileika að stökkva svona langt, heldur þor. Hann á ekki von á því að þurfa að bæta met sitt eða annarra í bráð.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent