Yfirborð sjávar gæti hækkað um metra á næstu 90 árum Jón Júlíus Karlsson skrifar 27. september 2013 12:07 Bráðnun jökla hefur aukist á síðustu áratugum og gæti yfirborð sjávar hækkað um 82 sentímetra fram að næstu aldamótum Mynd/Fréttablaðið Yfirborð sjávar gæti hækkað allt að metra fyrir næstu aldamót. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem vísindanefnd í loftslagsbreytingum á vegum Sameinuðu þjóðanna birtir í dag. Fram kemur í skýrslunni að 95% vissa sé fyrir því að maðurinn sé ríkjandi ástæða fyrir loftslagsbreytingum á síðustu 60 árum. Bráðnun jökla hefur aukist á síðustu áratugum og gæti yfirborð sjávar hækkað um 82 sentímetra fram að næstu aldamótum ef ekki verður dregið saman úr losun á gróðurhúsalofttegundum. Halldór Björnsson, sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Veðurstofu Íslands, segir hækkun yfirborðs sjávar sé óhjákvæmileg nema að ráðist verði í miklar aðgerðir. „Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að hlýnun jarðar er óumdeilanleg. Síðan 1950 hefur bæði lofthjúpur og heimshöfin hlýnað mikið. Á sama tíma hefur dregið mikið úr útbreiðslu og magni snævar og íss,“ segir Halldór. „Afleiðingarnar eru þær að tíðni óveðra mun aukast og sjávaryfirborð mun hækka. Ef við viljum draga úr þessari hlýnun og þeim afleiðingum sem henni fylgir þá er orðið augljós að það þarf að gera eitthvað.“ Útbreiðsla og þykkt íss á norðurskauti jarðar er nú mun minni en gert var ráð fyrir árið 2007 og síðasti áratugur er sá heitasti síðan 1850. Náttúruverndasamtök Íslands fjalla um málið á heimasíðu sinni í dag. Þar kemur fram að vísindamenn séu þess fullvissir að verði haldið áfram á sömu braut muni hitabylgjur og flóð í Evrópu valda miklum hörmungum. Heimhöfin munu einnig súrna hratt vegna síaukinnar losunar koltvísýsings. Hægt verður að koma í veg fyrir alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga með því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Yfirborð sjávar gæti hækkað allt að metra fyrir næstu aldamót. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem vísindanefnd í loftslagsbreytingum á vegum Sameinuðu þjóðanna birtir í dag. Fram kemur í skýrslunni að 95% vissa sé fyrir því að maðurinn sé ríkjandi ástæða fyrir loftslagsbreytingum á síðustu 60 árum. Bráðnun jökla hefur aukist á síðustu áratugum og gæti yfirborð sjávar hækkað um 82 sentímetra fram að næstu aldamótum ef ekki verður dregið saman úr losun á gróðurhúsalofttegundum. Halldór Björnsson, sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Veðurstofu Íslands, segir hækkun yfirborðs sjávar sé óhjákvæmileg nema að ráðist verði í miklar aðgerðir. „Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að hlýnun jarðar er óumdeilanleg. Síðan 1950 hefur bæði lofthjúpur og heimshöfin hlýnað mikið. Á sama tíma hefur dregið mikið úr útbreiðslu og magni snævar og íss,“ segir Halldór. „Afleiðingarnar eru þær að tíðni óveðra mun aukast og sjávaryfirborð mun hækka. Ef við viljum draga úr þessari hlýnun og þeim afleiðingum sem henni fylgir þá er orðið augljós að það þarf að gera eitthvað.“ Útbreiðsla og þykkt íss á norðurskauti jarðar er nú mun minni en gert var ráð fyrir árið 2007 og síðasti áratugur er sá heitasti síðan 1850. Náttúruverndasamtök Íslands fjalla um málið á heimasíðu sinni í dag. Þar kemur fram að vísindamenn séu þess fullvissir að verði haldið áfram á sömu braut muni hitabylgjur og flóð í Evrópu valda miklum hörmungum. Heimhöfin munu einnig súrna hratt vegna síaukinnar losunar koltvísýsings. Hægt verður að koma í veg fyrir alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga með því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Loftslagsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira