Súrnun hafsins er verulegt áhyggjuefni Svavar Hávarðsson skrifar 25. september 2013 08:00 Dr. Richard Feely er einn virtasti vísindamaður á sínu sviði í heiminum. Hann dró upp ófagra mynd í fyrirlestri á ársfundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) í gær. fréttablaðið/gva mynd/loftslag.is Höf heimsins hafa tekið til sín 30% af því koldíoxíði (koltvísýringur) sem losað hefur verið síðastliðin 250 ár, eða frá því að iðnbyltingin hófst. Loftslagsbreytingar eru þekktar af völdum bruna jarðefnaeldsneytis og eru á allra vitorði. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðunni um „hliðarafurðina; súrnun hafsins sem ekkert síður en loftslagsbreytingar mun hafa áhrif á vistkerfið og lífsskilyrði á jörðinni allri. Þetta var meðal þess sem kom fram í fyrirlestri dr. Richard Feely, hafefnafræðings frá Haf- og veðurfræðistofnun Bandaríkjanna, á ársfundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) sem haldinn er þessa dagana í Reykjavík. Af fyrirlestri dr. Feely mátti ráða að súrnun hafsins ætti ekkert síður að vera áhyggjuefni jarðarbúa en hlýnun jarðar. Svo er hins vegar ekki, og má því segja að súrnun hafsins sé lúmskur óvinur. „Rannsóknir á súrnun hafsins hafa staðið yfir í um fimmtíu ár, en það var aðeins fyrir um tíu til fimmtán árum sem vísindin voru komin það langt að menn gerðu sér grein fyrir vandanum,“ sagði dr. Feely og bætti við að miðað við óbreytta losun þá myndi ástand sjávar breytast hratt til hins verra. „Súrnun hafsins í dag er tífalt hraðari en nokkuð sem þekkt er í jarðsögunni. Af rannsóknagögnum höfum við áður séð sömu breytingar sem á tóku milljónir ára. Breytingarnar sem nú eru að verða hafa tekið nokkur hundruð ár, og aðallega á síðustu áratugum.“Hvað er að gerast? En hvað er að gerast í hafinu. Dr. Feely útskýrði að súrnun sjávar er þegar styrkur koldíoxíðs eykst og sýrustigið (pH-gildið) lækkar. Við þetta lækkar kalkmettun sjávar sem hefur víðtæk áhrif og kvíðvænleg áhrif. Í þessu samhengi fjallaði hann sérstaklega um áhrif súrnunar á kalkmettandi lífverur; lífverur sem mynda stoðvef úr kalki. Má þar nefna skeldýr ýmiss konar, svo ekki sé minnst á kóralrif heimsins. Þetta tvennt, þó með ólíkum hætti sé, gegnir ómissandi hlutverki í vistkerfum sjávar og í fæðukeðjunni. Hnignun þessara lífvera munu hafa dómínóáhrif á vistkerfið í heild, sagði dr. Feely enda eru atburðir í jarðsögunni þekktir. Vísaði hann til þess að fyrir 250 milljónum ára er talið að allt að 95% allra sjávarlífvera hafi dáið út eftir að koldíoxíð snarjókst í andrúmslofti og í hafinu.Í stærra samhengi Dr. Feely sagði að vísindin hefðu ekki svör við veigamiklum spurningum á þessum tímapunkti. Munu lífverur aðlagast – hafa þær getu til þess í ljósi þess hversu breytingarnar eru hraðar? Ekkert bendir til sérstakrar bjartsýni hvað þetta varðar, sagði dr. Feely. Þegar horft er til áhrifanna í stærra samhengi nefndi hann fjölmörg atriði. Hér kemur til álita almenn geta sjávardýra til að lifa af, hugsanlega hrekjast einstakar lífverur frá búsvæðum sínum og aðrar koma í þeirra stað, súrnun sjávar hefur líka áhrif á ratvísi lífvera í hafinu. Nýjustu rannsóknir sýna samband á milli sýrustigs í blóði og getu dýra til að verja sig; að forða sér frá rándýrum.Engar fréttir? Við Ísland eru þessar rannsóknir engin nýlunda. Jón Ólafsson, haffræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, og hans fólk, hefur viðað að sér gögnum um hafið við Ísland allt frá árinu 1984. Fram hefur komið að gögnin sýna með afgerandi hætti við hvað er að eiga og hvernig það snertir Ísland, eins háð og það er gjöfum hafsins. Súrnun hafsins norðan við landið er nefnilega hraðari en víða á suðlægari slóðum. Þegar dr. Feely ræðir um lausn vandans, má í raun gera hann upp í fáum orðum og þar eru engin ný tíðindi. Draga verður verulega úr losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið, en aðrar lausnir til mótvægis eru í raun aðeins kenningar á borðum vísindamanna. Loftslagsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
mynd/loftslag.is Höf heimsins hafa tekið til sín 30% af því koldíoxíði (koltvísýringur) sem losað hefur verið síðastliðin 250 ár, eða frá því að iðnbyltingin hófst. Loftslagsbreytingar eru þekktar af völdum bruna jarðefnaeldsneytis og eru á allra vitorði. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðunni um „hliðarafurðina; súrnun hafsins sem ekkert síður en loftslagsbreytingar mun hafa áhrif á vistkerfið og lífsskilyrði á jörðinni allri. Þetta var meðal þess sem kom fram í fyrirlestri dr. Richard Feely, hafefnafræðings frá Haf- og veðurfræðistofnun Bandaríkjanna, á ársfundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) sem haldinn er þessa dagana í Reykjavík. Af fyrirlestri dr. Feely mátti ráða að súrnun hafsins ætti ekkert síður að vera áhyggjuefni jarðarbúa en hlýnun jarðar. Svo er hins vegar ekki, og má því segja að súrnun hafsins sé lúmskur óvinur. „Rannsóknir á súrnun hafsins hafa staðið yfir í um fimmtíu ár, en það var aðeins fyrir um tíu til fimmtán árum sem vísindin voru komin það langt að menn gerðu sér grein fyrir vandanum,“ sagði dr. Feely og bætti við að miðað við óbreytta losun þá myndi ástand sjávar breytast hratt til hins verra. „Súrnun hafsins í dag er tífalt hraðari en nokkuð sem þekkt er í jarðsögunni. Af rannsóknagögnum höfum við áður séð sömu breytingar sem á tóku milljónir ára. Breytingarnar sem nú eru að verða hafa tekið nokkur hundruð ár, og aðallega á síðustu áratugum.“Hvað er að gerast? En hvað er að gerast í hafinu. Dr. Feely útskýrði að súrnun sjávar er þegar styrkur koldíoxíðs eykst og sýrustigið (pH-gildið) lækkar. Við þetta lækkar kalkmettun sjávar sem hefur víðtæk áhrif og kvíðvænleg áhrif. Í þessu samhengi fjallaði hann sérstaklega um áhrif súrnunar á kalkmettandi lífverur; lífverur sem mynda stoðvef úr kalki. Má þar nefna skeldýr ýmiss konar, svo ekki sé minnst á kóralrif heimsins. Þetta tvennt, þó með ólíkum hætti sé, gegnir ómissandi hlutverki í vistkerfum sjávar og í fæðukeðjunni. Hnignun þessara lífvera munu hafa dómínóáhrif á vistkerfið í heild, sagði dr. Feely enda eru atburðir í jarðsögunni þekktir. Vísaði hann til þess að fyrir 250 milljónum ára er talið að allt að 95% allra sjávarlífvera hafi dáið út eftir að koldíoxíð snarjókst í andrúmslofti og í hafinu.Í stærra samhengi Dr. Feely sagði að vísindin hefðu ekki svör við veigamiklum spurningum á þessum tímapunkti. Munu lífverur aðlagast – hafa þær getu til þess í ljósi þess hversu breytingarnar eru hraðar? Ekkert bendir til sérstakrar bjartsýni hvað þetta varðar, sagði dr. Feely. Þegar horft er til áhrifanna í stærra samhengi nefndi hann fjölmörg atriði. Hér kemur til álita almenn geta sjávardýra til að lifa af, hugsanlega hrekjast einstakar lífverur frá búsvæðum sínum og aðrar koma í þeirra stað, súrnun sjávar hefur líka áhrif á ratvísi lífvera í hafinu. Nýjustu rannsóknir sýna samband á milli sýrustigs í blóði og getu dýra til að verja sig; að forða sér frá rándýrum.Engar fréttir? Við Ísland eru þessar rannsóknir engin nýlunda. Jón Ólafsson, haffræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, og hans fólk, hefur viðað að sér gögnum um hafið við Ísland allt frá árinu 1984. Fram hefur komið að gögnin sýna með afgerandi hætti við hvað er að eiga og hvernig það snertir Ísland, eins háð og það er gjöfum hafsins. Súrnun hafsins norðan við landið er nefnilega hraðari en víða á suðlægari slóðum. Þegar dr. Feely ræðir um lausn vandans, má í raun gera hann upp í fáum orðum og þar eru engin ný tíðindi. Draga verður verulega úr losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið, en aðrar lausnir til mótvægis eru í raun aðeins kenningar á borðum vísindamanna.
Loftslagsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira