Bíllakk sem breytir um lit Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2013 08:45 Ekki er víst að mikil eftirspurn verði eftir bíllakki sem breytir um lit eftir hitastigi, þó verður að segjast að það er hreint með ólíkindum að sjá hve hratt það gerist. Það er fyrirtækið Auto Kandy í Bretlandi sem býður nú uppá svona lakk. Ef köldu vatni er hellt yfir þennan Nissan Skyline GT-R bíl breytist appelsínuguli litur hans í svarbrúnan. Gerist það svo hratt að undrum sætir. Kannski er voða spennandi að eiga bíl sem maður hefur ekki hugmynd um hvernig er á litinn þegar maður lítur hann næst augum, en þó er líklegra að Auto Kandy verði ekki stærsta fyrirtæki Bretlands á næstunni. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent
Ekki er víst að mikil eftirspurn verði eftir bíllakki sem breytir um lit eftir hitastigi, þó verður að segjast að það er hreint með ólíkindum að sjá hve hratt það gerist. Það er fyrirtækið Auto Kandy í Bretlandi sem býður nú uppá svona lakk. Ef köldu vatni er hellt yfir þennan Nissan Skyline GT-R bíl breytist appelsínuguli litur hans í svarbrúnan. Gerist það svo hratt að undrum sætir. Kannski er voða spennandi að eiga bíl sem maður hefur ekki hugmynd um hvernig er á litinn þegar maður lítur hann næst augum, en þó er líklegra að Auto Kandy verði ekki stærsta fyrirtæki Bretlands á næstunni.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent