Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2013 19:00 Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. Jarðvísindamenn hafa náð upp nýjum hraunmolum af hafsbotninum um fimmtíu kílómetra norðan Grímseyjar. Viðamiklar grunnrannsóknir á hafsbotninum úti fyrir Norðurlandi, sem hófust fyrir tólf árum, hafa meðal annars leitt til gasleitar á Skjálfanda, sem nú stendur yfir, en einnig aflað nýrrar þekkingar um eldvirkni á svæðinu með hjálp þrívíddarmynda sem fjölgeislamælingar hafa náð af botninum. Heilu neðansjávareldfjöllin hafa komið í ljós, eins og til dæmis það sem Grímseyingar þekkja sem Stóragrunn. Þar náðist árið 2005 upp nýrunninn hraunmoli af hafsbotni sem bendir til að þá hafi verið liðinn stuttur tími frá síðasta gosi, á svæði þar sem öflugar skjálftahrinur hafa verið síðustu tíu ár.Hraunmolinn sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar er úr nýlegu eldgosi.Mynd/Bjarni Einarsson.Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir hraungrjótið svo ferskt að það gæti hafa runnið í gær. Það hafi ekkert verið ummyndað og lítið hafi verið af pípuormum né öðrum kalklífverum sem setjist mjög fljótlega á grjót. Bryndís segir að þau Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur séu sammála um að steinninn gæti hafa verið nokkurra mánaða en ekki margra ára gamall. Til að fá nákvæmari aldursákvörðun segir Bryndís að frekari rannsóknir þyrfti. Hún nefnir að haustið 2002 hafi mælst þarna mikill órói með skjálfta upp á 5,5 stig, sem gæti hafa tengst litlu eldgosi, og þar fannst einmitt hraunmolinn, í sigdal í Stóragrunni.Þrívíddarmynd af neðansjávareldfjallinu á Stóragrunni.-En getur svona gos farið framhjá okkur? Þeirri spurningu svarar Bryndís játandi. Ekki hafi verið til nákvæm mælitæki, eins og jarðskjálftamælar, fyrr en síðustu 40-50 ár. „Þannig að það vissi enginn hvað var að gerast hér áður fyrr, nema þegar menn sáu loga upp úr hafinu, eins og til dæmis árið 1867. Þá gaus við Mánáreyjar.“ Nánar var fjallað í málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. Jarðvísindamenn hafa náð upp nýjum hraunmolum af hafsbotninum um fimmtíu kílómetra norðan Grímseyjar. Viðamiklar grunnrannsóknir á hafsbotninum úti fyrir Norðurlandi, sem hófust fyrir tólf árum, hafa meðal annars leitt til gasleitar á Skjálfanda, sem nú stendur yfir, en einnig aflað nýrrar þekkingar um eldvirkni á svæðinu með hjálp þrívíddarmynda sem fjölgeislamælingar hafa náð af botninum. Heilu neðansjávareldfjöllin hafa komið í ljós, eins og til dæmis það sem Grímseyingar þekkja sem Stóragrunn. Þar náðist árið 2005 upp nýrunninn hraunmoli af hafsbotni sem bendir til að þá hafi verið liðinn stuttur tími frá síðasta gosi, á svæði þar sem öflugar skjálftahrinur hafa verið síðustu tíu ár.Hraunmolinn sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar er úr nýlegu eldgosi.Mynd/Bjarni Einarsson.Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir hraungrjótið svo ferskt að það gæti hafa runnið í gær. Það hafi ekkert verið ummyndað og lítið hafi verið af pípuormum né öðrum kalklífverum sem setjist mjög fljótlega á grjót. Bryndís segir að þau Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur séu sammála um að steinninn gæti hafa verið nokkurra mánaða en ekki margra ára gamall. Til að fá nákvæmari aldursákvörðun segir Bryndís að frekari rannsóknir þyrfti. Hún nefnir að haustið 2002 hafi mælst þarna mikill órói með skjálfta upp á 5,5 stig, sem gæti hafa tengst litlu eldgosi, og þar fannst einmitt hraunmolinn, í sigdal í Stóragrunni.Þrívíddarmynd af neðansjávareldfjallinu á Stóragrunni.-En getur svona gos farið framhjá okkur? Þeirri spurningu svarar Bryndís játandi. Ekki hafi verið til nákvæm mælitæki, eins og jarðskjálftamælar, fyrr en síðustu 40-50 ár. „Þannig að það vissi enginn hvað var að gerast hér áður fyrr, nema þegar menn sáu loga upp úr hafinu, eins og til dæmis árið 1867. Þá gaus við Mánáreyjar.“ Nánar var fjallað í málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira