Opel setur 12 heimsmet Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2013 11:30 Þeir bílar sem Íslendingar þekkja sem Opel bera merki Vauxhall í Bretlandi, Holden í Ástralíu og Chevrolet, Buick eða Saturn í Bandaríkjunum, en öll merkin tilheyra General Motors. Sannarlega alþjóðleg framleiðsla þar. Slíkir bílar verða að vera vel hannaðir og góðir. Það reyndu GM að sanna um daginn og tóku Astra bílinn á Millbrook akstursbrautina í Bretlandi og settu ein 12 heimsmet í leiðinni. Tveimur Astra bílum var ekið í 24 klukkustundir með bensínið nánast alltaf í botni og fóru bílarnir tæpa 5.000 km hvor á þessum sólarhring. Í leiðinni settu þeir 12 mismunandi heimsmet í þolakstri bíla með sprengirými milli 1,5 og 2,0 lítra. Met voru sett í 1, 6, 12 og 24 klukkutíma þolakstri í þessari tilraun og allra handa met slegin, þar á meðal hraðamet. Bílarnir tveir voru aðeins 22 mínútur utan brautarinnar vegna dekkjaskipta og til að kanna ástand þeirra. Smurolíustaða þeirra breyttist svo til ekki neitt á meðan akstrinum stóð. Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent
Þeir bílar sem Íslendingar þekkja sem Opel bera merki Vauxhall í Bretlandi, Holden í Ástralíu og Chevrolet, Buick eða Saturn í Bandaríkjunum, en öll merkin tilheyra General Motors. Sannarlega alþjóðleg framleiðsla þar. Slíkir bílar verða að vera vel hannaðir og góðir. Það reyndu GM að sanna um daginn og tóku Astra bílinn á Millbrook akstursbrautina í Bretlandi og settu ein 12 heimsmet í leiðinni. Tveimur Astra bílum var ekið í 24 klukkustundir með bensínið nánast alltaf í botni og fóru bílarnir tæpa 5.000 km hvor á þessum sólarhring. Í leiðinni settu þeir 12 mismunandi heimsmet í þolakstri bíla með sprengirými milli 1,5 og 2,0 lítra. Met voru sett í 1, 6, 12 og 24 klukkutíma þolakstri í þessari tilraun og allra handa met slegin, þar á meðal hraðamet. Bílarnir tveir voru aðeins 22 mínútur utan brautarinnar vegna dekkjaskipta og til að kanna ástand þeirra. Smurolíustaða þeirra breyttist svo til ekki neitt á meðan akstrinum stóð.
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent