Opel setur 12 heimsmet Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2013 11:30 Þeir bílar sem Íslendingar þekkja sem Opel bera merki Vauxhall í Bretlandi, Holden í Ástralíu og Chevrolet, Buick eða Saturn í Bandaríkjunum, en öll merkin tilheyra General Motors. Sannarlega alþjóðleg framleiðsla þar. Slíkir bílar verða að vera vel hannaðir og góðir. Það reyndu GM að sanna um daginn og tóku Astra bílinn á Millbrook akstursbrautina í Bretlandi og settu ein 12 heimsmet í leiðinni. Tveimur Astra bílum var ekið í 24 klukkustundir með bensínið nánast alltaf í botni og fóru bílarnir tæpa 5.000 km hvor á þessum sólarhring. Í leiðinni settu þeir 12 mismunandi heimsmet í þolakstri bíla með sprengirými milli 1,5 og 2,0 lítra. Met voru sett í 1, 6, 12 og 24 klukkutíma þolakstri í þessari tilraun og allra handa met slegin, þar á meðal hraðamet. Bílarnir tveir voru aðeins 22 mínútur utan brautarinnar vegna dekkjaskipta og til að kanna ástand þeirra. Smurolíustaða þeirra breyttist svo til ekki neitt á meðan akstrinum stóð. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent
Þeir bílar sem Íslendingar þekkja sem Opel bera merki Vauxhall í Bretlandi, Holden í Ástralíu og Chevrolet, Buick eða Saturn í Bandaríkjunum, en öll merkin tilheyra General Motors. Sannarlega alþjóðleg framleiðsla þar. Slíkir bílar verða að vera vel hannaðir og góðir. Það reyndu GM að sanna um daginn og tóku Astra bílinn á Millbrook akstursbrautina í Bretlandi og settu ein 12 heimsmet í leiðinni. Tveimur Astra bílum var ekið í 24 klukkustundir með bensínið nánast alltaf í botni og fóru bílarnir tæpa 5.000 km hvor á þessum sólarhring. Í leiðinni settu þeir 12 mismunandi heimsmet í þolakstri bíla með sprengirými milli 1,5 og 2,0 lítra. Met voru sett í 1, 6, 12 og 24 klukkutíma þolakstri í þessari tilraun og allra handa met slegin, þar á meðal hraðamet. Bílarnir tveir voru aðeins 22 mínútur utan brautarinnar vegna dekkjaskipta og til að kanna ástand þeirra. Smurolíustaða þeirra breyttist svo til ekki neitt á meðan akstrinum stóð.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent