Rams reyndi við afann Favre 24. október 2013 22:30 Brett Favre. NFL-lið St. Louis Rams missti leikstjórnandann sinn, Sam Bradford, um helgina og hann mun ekki geta spilað meira í vetur vegna meiðsla. Margir bjuggust við því að Rams myndi hringja í Tim Tebow en það gerði félagið ekki. Forráðamenn félagsins hringdu frekar í hinn 44 ára gamla Brett Favre og spurðu hvort hann væri til í að taka skóna niður úr hillunni. Favre, sem er orðinn afi, lagði skóna á hilluna í desember árið 2010. Þá gaf öxlin sig endanlega. Hann var þá búinn að spila 297 leiki í röð í deildinni. Það er met sem verður seint slegið. "Ég er upp með mér yfir þessum áhuga en það eru nákvæmlega engar líkur á því að ég byrji að spila aftur. Ég er mjög sáttur við minn feril," sagði goðsögnin Favre. "Fjölskyldan var í öðru sæti hjá mér í 20 ár. Nú er kominn tími til þess að sinna henni. Ég hef líka notið þess að fara í ferðalög með fjölskyldunni og lifa lífinu. Það var löngu kominn tími á þessa hluti hjá mér." Rams endaði með því að semja við Brady Quinn en New York Jets losaði sig við hann fyrr í vikunni. Austin Davis var einnig fenginn til félagsins en hann hafði verið á samningi hjá Rams í fyrra og á undirbúningstímabilinu. NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Sjá meira
NFL-lið St. Louis Rams missti leikstjórnandann sinn, Sam Bradford, um helgina og hann mun ekki geta spilað meira í vetur vegna meiðsla. Margir bjuggust við því að Rams myndi hringja í Tim Tebow en það gerði félagið ekki. Forráðamenn félagsins hringdu frekar í hinn 44 ára gamla Brett Favre og spurðu hvort hann væri til í að taka skóna niður úr hillunni. Favre, sem er orðinn afi, lagði skóna á hilluna í desember árið 2010. Þá gaf öxlin sig endanlega. Hann var þá búinn að spila 297 leiki í röð í deildinni. Það er met sem verður seint slegið. "Ég er upp með mér yfir þessum áhuga en það eru nákvæmlega engar líkur á því að ég byrji að spila aftur. Ég er mjög sáttur við minn feril," sagði goðsögnin Favre. "Fjölskyldan var í öðru sæti hjá mér í 20 ár. Nú er kominn tími til þess að sinna henni. Ég hef líka notið þess að fara í ferðalög með fjölskyldunni og lifa lífinu. Það var löngu kominn tími á þessa hluti hjá mér." Rams endaði með því að semja við Brady Quinn en New York Jets losaði sig við hann fyrr í vikunni. Austin Davis var einnig fenginn til félagsins en hann hafði verið á samningi hjá Rams í fyrra og á undirbúningstímabilinu.
NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Sjá meira