Martin var niðurlægður á hverjum degi 8. nóvember 2013 22:30 Jonathan Martin. NFL-leikmaðurinn sem varð fyrir einelti og hætti að spila fyrir Miami Dolphins, Jonathan Martin, hefur ekkert tjáð sig síðan hann gekk lét sig hverfa. Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um málið síðan. Meðal annars hefur verið sýnt fram á að Richie Incognito, liðsfélagi Martin sem hótaði að drepa hann, hafi hagað sér á mjög vafasaman hátt. Hann hefur þó fengið stuðning einhverra félaga sinna og ekki endilega allir sem standa með Martin í málinu. Lögmaður Martin steig loks fram á sjónarsviðið í gær og tjáði sig fyrir hönd skjólstæðings síns en hann er í faðmi fjölskyldunnar í Kaliforníu. "Hversu harður Martin er hefur ekkert með málið að gera. Martin hefur byrjað alla leiki með Dolphins síðan hann kom árið 2012. Hjá Stanford-skólanum var hann lykilmaður hjá hörðu liði Jim Harbaugh og sá um að verja veiku hliðina hjá Andrew Luck," sagði lögmaðurinn. Hann sagði einnig að málið snérist eingöngu um eineltið í búningsklefa Dolphins sem hefði farið langt út fyrir öll velsæmismörk. "Martin reyndi að vingast við mennina sem gerðu honum lífið leitt en án árangurs. Ekki bara var gert lítið úr honum á hverjum einasta degi heldur var einnig ráðist á hann í klefanum. Hann var niðurlægður á hverjum degi og það er ekki deilt um þessar staðreyndir." Lögmaðurinn tiltók síðan að lokum dæmi um það einelti sem Martin mátti þola. Voru það ummæli frá ónefndum liðsfélaga hans. Þau verða ekki þýdd nákvæmlega hér en fjalla í meginatriðum um hvað viðkomandi leikmaður ætlaði að gera við systur hans. Það var miður fallegt og hefur lítið með almenna stríðni að gera. NFL Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira
NFL-leikmaðurinn sem varð fyrir einelti og hætti að spila fyrir Miami Dolphins, Jonathan Martin, hefur ekkert tjáð sig síðan hann gekk lét sig hverfa. Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um málið síðan. Meðal annars hefur verið sýnt fram á að Richie Incognito, liðsfélagi Martin sem hótaði að drepa hann, hafi hagað sér á mjög vafasaman hátt. Hann hefur þó fengið stuðning einhverra félaga sinna og ekki endilega allir sem standa með Martin í málinu. Lögmaður Martin steig loks fram á sjónarsviðið í gær og tjáði sig fyrir hönd skjólstæðings síns en hann er í faðmi fjölskyldunnar í Kaliforníu. "Hversu harður Martin er hefur ekkert með málið að gera. Martin hefur byrjað alla leiki með Dolphins síðan hann kom árið 2012. Hjá Stanford-skólanum var hann lykilmaður hjá hörðu liði Jim Harbaugh og sá um að verja veiku hliðina hjá Andrew Luck," sagði lögmaðurinn. Hann sagði einnig að málið snérist eingöngu um eineltið í búningsklefa Dolphins sem hefði farið langt út fyrir öll velsæmismörk. "Martin reyndi að vingast við mennina sem gerðu honum lífið leitt en án árangurs. Ekki bara var gert lítið úr honum á hverjum einasta degi heldur var einnig ráðist á hann í klefanum. Hann var niðurlægður á hverjum degi og það er ekki deilt um þessar staðreyndir." Lögmaðurinn tiltók síðan að lokum dæmi um það einelti sem Martin mátti þola. Voru það ummæli frá ónefndum liðsfélaga hans. Þau verða ekki þýdd nákvæmlega hér en fjalla í meginatriðum um hvað viðkomandi leikmaður ætlaði að gera við systur hans. Það var miður fallegt og hefur lítið með almenna stríðni að gera.
NFL Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira