Verðmæti Plain Vanilla hleypur á milljörðum króna Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2013 19:00 Verðmæti tölvuleikjafyrirtækisins Plain Vanilla sem gaf út leikinn Quiz Up fyrir iPhone og iPad hleypur núna á milljörðum króna. Hlutafjáraukning er í undirbúningi. Þá er unnið að gerð Quiz Up fyrir Android-stýrikerfið. Vinsældir leiksins Quiz Up, sem íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla gaf út eru ævintýri líkastar. Núna hafa 1,7 milljónir manna sótt leikinn í App Store verslun Apple á aðeins 13 dögum. Ein milljón manna hafði sótt leikinn á fyrstu átta dögunum og appið varð í dag vinsælasta fría appið í App Store. Unnið er að útgáfu leiksins fyrir síma sem styðjast við Android-stýrikerfið og er stefnt að því að hún verði kynnt í janúar næstkomandi.Verðlagt á tvo milljarða áður en Quiz Up kom á markað Áður en Quiz Up kom á markað hafði fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital tekið þátt í hlutafjáraukningu í Plain Vanilla upp á tvær milljónir dollara. Var þá rætt um að virði fyrirtækisins væri nálægt 15 milljónum dollara, jafnvirði 2 milljarða króna. Ýmir Örn Finnbogason, fjármálastjóri Plain Vanilla, er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Ýmir Örn segir ljóst að verðmæti fyrirtækisins hafi aukist mikið vegna vinsælda Quiz Up. „Það er nokkuð mikils virði. Það gæti komið Íslendingum undarlega fyrir sjónir að svona ungt fyrirtæki sé svona mikils virði,“ segir Ýmir sem treystir sér ekki til að nefna tölu en ljóst er að verðmæti Plain Vanilla hleypur á milljörðum króna. Ýmir segir að hvorki hann né Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi fyrirtækisins, hafi selt eigin bréf. Lýður segir að þeir haldi á um þriðjungshlut í fyrirtækinu í dag. Markhópur Quiz Up er gríðarlega stór enda njóta spurningaleikir vinsælda þvert á landamæri og kynslóðabil. Af þessum sökum telja eigendur Plain Vanilla að Quiz Up eigi mikið inni.Ýmir Örn Finnbogason fer yfir fjármögnun Plain Vanilla, reksturinn og velgengni Quiz Up í nýjasta Klinkinu.mynd/stefánTæknifyrirtæki mjög hátt verðlögð Tæknifyrirtæki vestanhafs hafa verið mjög hátt verðlögð að undanförnu og er rætt um verðbólu í því sambandi. Skemmst er að minnast hlutafjárútboðs Twitter en að loknum fyrsta degi viðskipta nam markaðsverðmæti fyrirtækisins 25 milljörðum dollara. Það þykir gríðarlega gott hjá fyrirtæki sem framleiðir ekkert í hefðbundnum skilningi og hefur takmarkaðar tekjur af auglýsingum. Annað nýlegt dæmi um „ofur verðlagningu“ í tæknigeiranum er tilboð Facebook í samskiptafyrirtækið Snapchat, en eigendur Snapchat, sem hefur sex starfsmenn og engar tekjur, höfnuðu 3 milljarða dollara tilboði frá Facebook í allt hlutafé fyrirtækisins. Þeir telja fyrirtækið vera meira virði.Ætlið að fara í annað lokað hlutafjárútboð? „Það getur vel verið,“ segir Ýmir.Er eitthvað slíkt á teikniborðinu? „Já, það er allavega verið að hringja í okkur frá erlendum fjárfestum, en við eigum eftir að taka ákvörðun um hvað við ætlum að gera segir,“ segir Ýmir. Nýjasta þáttinn af Klinkinu má sjá hér. Klinkið Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Sjá meira
Verðmæti tölvuleikjafyrirtækisins Plain Vanilla sem gaf út leikinn Quiz Up fyrir iPhone og iPad hleypur núna á milljörðum króna. Hlutafjáraukning er í undirbúningi. Þá er unnið að gerð Quiz Up fyrir Android-stýrikerfið. Vinsældir leiksins Quiz Up, sem íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla gaf út eru ævintýri líkastar. Núna hafa 1,7 milljónir manna sótt leikinn í App Store verslun Apple á aðeins 13 dögum. Ein milljón manna hafði sótt leikinn á fyrstu átta dögunum og appið varð í dag vinsælasta fría appið í App Store. Unnið er að útgáfu leiksins fyrir síma sem styðjast við Android-stýrikerfið og er stefnt að því að hún verði kynnt í janúar næstkomandi.Verðlagt á tvo milljarða áður en Quiz Up kom á markað Áður en Quiz Up kom á markað hafði fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital tekið þátt í hlutafjáraukningu í Plain Vanilla upp á tvær milljónir dollara. Var þá rætt um að virði fyrirtækisins væri nálægt 15 milljónum dollara, jafnvirði 2 milljarða króna. Ýmir Örn Finnbogason, fjármálastjóri Plain Vanilla, er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Ýmir Örn segir ljóst að verðmæti fyrirtækisins hafi aukist mikið vegna vinsælda Quiz Up. „Það er nokkuð mikils virði. Það gæti komið Íslendingum undarlega fyrir sjónir að svona ungt fyrirtæki sé svona mikils virði,“ segir Ýmir sem treystir sér ekki til að nefna tölu en ljóst er að verðmæti Plain Vanilla hleypur á milljörðum króna. Ýmir segir að hvorki hann né Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi fyrirtækisins, hafi selt eigin bréf. Lýður segir að þeir haldi á um þriðjungshlut í fyrirtækinu í dag. Markhópur Quiz Up er gríðarlega stór enda njóta spurningaleikir vinsælda þvert á landamæri og kynslóðabil. Af þessum sökum telja eigendur Plain Vanilla að Quiz Up eigi mikið inni.Ýmir Örn Finnbogason fer yfir fjármögnun Plain Vanilla, reksturinn og velgengni Quiz Up í nýjasta Klinkinu.mynd/stefánTæknifyrirtæki mjög hátt verðlögð Tæknifyrirtæki vestanhafs hafa verið mjög hátt verðlögð að undanförnu og er rætt um verðbólu í því sambandi. Skemmst er að minnast hlutafjárútboðs Twitter en að loknum fyrsta degi viðskipta nam markaðsverðmæti fyrirtækisins 25 milljörðum dollara. Það þykir gríðarlega gott hjá fyrirtæki sem framleiðir ekkert í hefðbundnum skilningi og hefur takmarkaðar tekjur af auglýsingum. Annað nýlegt dæmi um „ofur verðlagningu“ í tæknigeiranum er tilboð Facebook í samskiptafyrirtækið Snapchat, en eigendur Snapchat, sem hefur sex starfsmenn og engar tekjur, höfnuðu 3 milljarða dollara tilboði frá Facebook í allt hlutafé fyrirtækisins. Þeir telja fyrirtækið vera meira virði.Ætlið að fara í annað lokað hlutafjárútboð? „Það getur vel verið,“ segir Ýmir.Er eitthvað slíkt á teikniborðinu? „Já, það er allavega verið að hringja í okkur frá erlendum fjárfestum, en við eigum eftir að taka ákvörðun um hvað við ætlum að gera segir,“ segir Ýmir. Nýjasta þáttinn af Klinkinu má sjá hér.
Klinkið Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Sjá meira