"Harmsaga veiks manns“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 3. desember 2013 14:43 „Þetta er þriðja barnið sem móðir okkar, komin á níræðisaldur missir. Við höfum haft um nóg að hugsa,“ segir Anna Jóna Jónasdóttir, systir Sævarrs Rafns Jónassonar. Sævarr lést í gær eftir skotbardaga við sérsveit lögreglunnar í Árbænum.Veikindasagan löng Anna Jóna segir að veikindasaga hans sé löng en þegar Sævar bjó úti í Noregi vissu þau lítið sem ekkert af honum nema að hann væri á kafi í neyslu. „Hann var sendur heim til Íslands frá lögreglunni í Noregi um miðjan níunda áratuginn og það var enginn sem tók á móti honum í Keflavík. Trúlega tók hann bara rútu í bæinn. Hann dúkkar svo upp hjá Samhjálp og fékk þar inni, ég veit ekki hvort og hvar hann fékk húsaskjól,“ segir Anna Jóna. Hún segir hann hafa átt mjög bágt á þessu tímabili og svo verður honum á.Sviptur sjálfræði „Hann fer upp í einhvern fána hjá bandaríska sendiráðinu og var í framhaldinu tekinn og settur inn á geðdeild. Þar var hann sviptur sjálfræði,“ segir Anna Jóna. Eftir dvöl á geðdeild fékk Sævarr aðstöðu á áfangaheimili á Miklubraut. Anna Jóna segir að þar hafi honum liðið þokkalega. „Þar var síðan talið að hann væri það fær að hann gæti séð um sig sjálfur. Sem var ekki rétt. Hann fékk félagslega íbúð á Barónsstíg. Það gekk skelfilega. Það var bara alveg hryllilegt. Hann olli því engan veginn að sjá um sig sjálfur. Við hringdum í félagsmálayfirvöld og báðum um að það yrði farið í íbúðina og skoðað en það var ekkert gert,“ segir Anna Jóna.Tilraun sem misheppnaðist Þessi tilraun til að gera Sævarri kleift að fóta sig einn í lífinu í félagslegu íbúðinni tókst alls ekki. „Hann var síðan settur inn á Klepp og aftur sviptur sjálfræði. Þetta var fyrir einhverjum árum síðan. Honum var haldið þarna inni, af því hann var svo veikur. Hann neitaði að taka lyfin sín í töfluformi og var þess vegna sprautaður með lyfjum,“ segir Anna Jóna um ástandið á bróður sínum. Hana minnir að Sævarr hafi verið á Kleppi í rúmt ár. „Hann er síðan settur þaðan út. Það sem okkur fannst verst var að hann var náttúrulega lyfjalaus eftir það. Vildi ekki taka lyfin á töfluformi. Hann fór beint á Starengi og leið þokkalega þar til að byrja með. Eftir eitt og hálft, tvö ár fór að halla undan fæti á Starengi og þá er hann settur í þessa blokk þar sem að ferill hans endaði,“ segir Anna Jóna.Ástandið var skelfilegt Hún segir ástandið á bróður sínum á þessum tíma hafi verið skelfilegt. „Íbúðin í Árbænum var orðin eins og á Barónsstígnum. Hann var mikið veikur maður en hann var settur út í lífið aftur án samráðs við okkur og án lyfja. Ég myndi segja að þetta sé harmsaga veiks manns,“ segir Anna Jóna.Lífið var ekki neinn dans Anna Jóna er verulega döpur yfir því hvernig haldið var á málum bróður hennar í kerfinu. „Það var eins og hann fyndi það að hann væri alls staðar fyrir og ekkert væri hlustað. Við erum bara ósköp þakklát fyrir að hann varð engum að bana. Þetta er skelfilegur atburður. Okkur þótti bara betra fyrst þetta þurfti að fara svona að hann lét lífið frekar en einhver fjölskyldumaður. Lífið hans var ekki neinn dans, þetta hefur verið ósköp erfitt,“ segir Anna Jóna. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
„Þetta er þriðja barnið sem móðir okkar, komin á níræðisaldur missir. Við höfum haft um nóg að hugsa,“ segir Anna Jóna Jónasdóttir, systir Sævarrs Rafns Jónassonar. Sævarr lést í gær eftir skotbardaga við sérsveit lögreglunnar í Árbænum.Veikindasagan löng Anna Jóna segir að veikindasaga hans sé löng en þegar Sævar bjó úti í Noregi vissu þau lítið sem ekkert af honum nema að hann væri á kafi í neyslu. „Hann var sendur heim til Íslands frá lögreglunni í Noregi um miðjan níunda áratuginn og það var enginn sem tók á móti honum í Keflavík. Trúlega tók hann bara rútu í bæinn. Hann dúkkar svo upp hjá Samhjálp og fékk þar inni, ég veit ekki hvort og hvar hann fékk húsaskjól,“ segir Anna Jóna. Hún segir hann hafa átt mjög bágt á þessu tímabili og svo verður honum á.Sviptur sjálfræði „Hann fer upp í einhvern fána hjá bandaríska sendiráðinu og var í framhaldinu tekinn og settur inn á geðdeild. Þar var hann sviptur sjálfræði,“ segir Anna Jóna. Eftir dvöl á geðdeild fékk Sævarr aðstöðu á áfangaheimili á Miklubraut. Anna Jóna segir að þar hafi honum liðið þokkalega. „Þar var síðan talið að hann væri það fær að hann gæti séð um sig sjálfur. Sem var ekki rétt. Hann fékk félagslega íbúð á Barónsstíg. Það gekk skelfilega. Það var bara alveg hryllilegt. Hann olli því engan veginn að sjá um sig sjálfur. Við hringdum í félagsmálayfirvöld og báðum um að það yrði farið í íbúðina og skoðað en það var ekkert gert,“ segir Anna Jóna.Tilraun sem misheppnaðist Þessi tilraun til að gera Sævarri kleift að fóta sig einn í lífinu í félagslegu íbúðinni tókst alls ekki. „Hann var síðan settur inn á Klepp og aftur sviptur sjálfræði. Þetta var fyrir einhverjum árum síðan. Honum var haldið þarna inni, af því hann var svo veikur. Hann neitaði að taka lyfin sín í töfluformi og var þess vegna sprautaður með lyfjum,“ segir Anna Jóna um ástandið á bróður sínum. Hana minnir að Sævarr hafi verið á Kleppi í rúmt ár. „Hann er síðan settur þaðan út. Það sem okkur fannst verst var að hann var náttúrulega lyfjalaus eftir það. Vildi ekki taka lyfin á töfluformi. Hann fór beint á Starengi og leið þokkalega þar til að byrja með. Eftir eitt og hálft, tvö ár fór að halla undan fæti á Starengi og þá er hann settur í þessa blokk þar sem að ferill hans endaði,“ segir Anna Jóna.Ástandið var skelfilegt Hún segir ástandið á bróður sínum á þessum tíma hafi verið skelfilegt. „Íbúðin í Árbænum var orðin eins og á Barónsstígnum. Hann var mikið veikur maður en hann var settur út í lífið aftur án samráðs við okkur og án lyfja. Ég myndi segja að þetta sé harmsaga veiks manns,“ segir Anna Jóna.Lífið var ekki neinn dans Anna Jóna er verulega döpur yfir því hvernig haldið var á málum bróður hennar í kerfinu. „Það var eins og hann fyndi það að hann væri alls staðar fyrir og ekkert væri hlustað. Við erum bara ósköp þakklát fyrir að hann varð engum að bana. Þetta er skelfilegur atburður. Okkur þótti bara betra fyrst þetta þurfti að fara svona að hann lét lífið frekar en einhver fjölskyldumaður. Lífið hans var ekki neinn dans, þetta hefur verið ósköp erfitt,“ segir Anna Jóna.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira