Bíldsfell kom vel út í sumar Karl Lúðviksson skrifar 2. desember 2013 13:44 Svæðið kennt við Bíldsfell í Soginu er eitt af vinsælustu veiðisvæðunum sem SVFR býður félögum sínum uppá enda svæðið annálað fyrir flotta laxa og oft mikið af bleikju. Í fyrra var niðursveifla þar eins og annars staðar en 2012 var veiðin 158 laxar en í sumar voru færðir 358 laxar til bókar. Alls voru 90 bleikjur færðar til bókar en nokkuð algengt er að veiðimenn sleppi því að bóka bleikjurnar og veiðin er því mun betri en veiðibækurnar gefa til kynna. Mikil eftirspurn er jafnan eftir veiðileyfum á Bíldsfelli enda þykir svæðið sérstaklega gott til fluguveiða. Önnur svæði Sogsins komu vel út í sumar en veiðin í Syðri Brú og Ásgarði sem eru hjá Laxá var mjög góð. Það vekur helst eftirtekt að Alviðran er heldur róleg ennþá en það skrifast ennþá á að svæðið er lítið stundað og suma daga á besta tímanum stendur engin við bakkann nokkra daga í röð. Þeir sem hafa ekki kynnst svæðinu ættu klárlega að skoða það mál fyrir sumarið því allur fiskur sem veiðist í Soginu þarf að fara þarna í gegn og stoppar gjarnan á ákveðnum stöðum sem gott er að veiða. Stangveiði Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Ytri Rangá í góðum gír Veiði
Svæðið kennt við Bíldsfell í Soginu er eitt af vinsælustu veiðisvæðunum sem SVFR býður félögum sínum uppá enda svæðið annálað fyrir flotta laxa og oft mikið af bleikju. Í fyrra var niðursveifla þar eins og annars staðar en 2012 var veiðin 158 laxar en í sumar voru færðir 358 laxar til bókar. Alls voru 90 bleikjur færðar til bókar en nokkuð algengt er að veiðimenn sleppi því að bóka bleikjurnar og veiðin er því mun betri en veiðibækurnar gefa til kynna. Mikil eftirspurn er jafnan eftir veiðileyfum á Bíldsfelli enda þykir svæðið sérstaklega gott til fluguveiða. Önnur svæði Sogsins komu vel út í sumar en veiðin í Syðri Brú og Ásgarði sem eru hjá Laxá var mjög góð. Það vekur helst eftirtekt að Alviðran er heldur róleg ennþá en það skrifast ennþá á að svæðið er lítið stundað og suma daga á besta tímanum stendur engin við bakkann nokkra daga í röð. Þeir sem hafa ekki kynnst svæðinu ættu klárlega að skoða það mál fyrir sumarið því allur fiskur sem veiðist í Soginu þarf að fara þarna í gegn og stoppar gjarnan á ákveðnum stöðum sem gott er að veiða.
Stangveiði Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Ytri Rangá í góðum gír Veiði