Aníta og Helgi Íþróttafólk Reykjavíkur 2013 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2013 17:50 Mynd/NordicPhotos Frjálsíþróttafólkið Helgi Sveinsson úr Ármanni og Aníta Hinriksdóttir úr Íþróttafélagi Reykjavíkur voru í dag valin Íþróttafólk Reykjavíkur árið 2013 en í ár voru í fyrsta sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur. Allt frá árinu 1979 hefur stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur valið Íþróttamann Reykjavíkur en ellefu af síðustu þrettán verðlaunahöfum höfðu verið kona. Í ár voru í fyrsta sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur auk þess sem að Íþróttalið ársins í Reykjavík var valið. Íþróttakarl Reykjavíkur 2013 er frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson úr Ármanni en hann varð heimsmeistari í spjótkasti fatlaðra í sumar. Íþróttakona Reykjavíkur 2013 er frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir úr Íþróttafélagi Reykjavíkur sem vann bæði heims-, Evrópu- og Norðurlandameistaratitla unglinga í millivegalengdahlaupum á árinu. Íþróttalið Reykjavíkur 2013 er lið KR í knattspyrnu karla sem varð Íslandsmeistari í sumar. Tólf einstaklingar voru verðlaunaðir fyrir frábæran árangur á árinu 2013 í dag og fjórtán lið frá sjö félögum. Íþróttafólkið og íþróttafélögin sem að liðunum standa fengu bæði áletraða verðlaunagripi og peningastyrk í verðlaun en heildarupphæð styrkjanna var 4 milljónir króna. Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur veittu styrkina.Liðin sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2013:Fram: Íslandsmeistarar í handknattleik karla og kvenna auk bikarmeistara í knattspyrnu karlaÍR: Bikarmeistarar í handknattleik karla, bikarmeistarar í frjálsíþróttum beggja kynja og Íslandsmeistarar í keilu beggja kynjaJúdófélag Reykjavíkur: Bikarmeistarar í sveitakeppni karlaKR: Íslandsmeistarar í knattspyrnu karlaTBR: Íslandsmeistarar í liðakeppni beggja kynja í badmintonValur: Bikarmeistarar í handknattleik kvennaVíkingur: Íslandsmeistarar í karlaflokki í karate og í liðakeppni beggja kynja í borðtennisEinstaklingarnir sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2013: Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélaginu Ægi Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni Ásgeir Sigurgeirsson, skotíþróttamaður úr Skotfélagi Reykjavíkur Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Sundfélaginu Ægi Hannes Þór Halldórsson, knattspyrnumaður úr KR Helga María Vilhjálmsdóttir, skíðakona úr ÍR Helgi Sveinsson, frjálsíþróttamaður úr Ármanni Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni Konráð Valur Sveinsson, hestamaður úr Fáki Stella Sigurðardóttir, handknattleikskona úr Fram Sunna Víðisdóttir, kylfingur úr GR Íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Sjá meira
Frjálsíþróttafólkið Helgi Sveinsson úr Ármanni og Aníta Hinriksdóttir úr Íþróttafélagi Reykjavíkur voru í dag valin Íþróttafólk Reykjavíkur árið 2013 en í ár voru í fyrsta sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur. Allt frá árinu 1979 hefur stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur valið Íþróttamann Reykjavíkur en ellefu af síðustu þrettán verðlaunahöfum höfðu verið kona. Í ár voru í fyrsta sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur auk þess sem að Íþróttalið ársins í Reykjavík var valið. Íþróttakarl Reykjavíkur 2013 er frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson úr Ármanni en hann varð heimsmeistari í spjótkasti fatlaðra í sumar. Íþróttakona Reykjavíkur 2013 er frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir úr Íþróttafélagi Reykjavíkur sem vann bæði heims-, Evrópu- og Norðurlandameistaratitla unglinga í millivegalengdahlaupum á árinu. Íþróttalið Reykjavíkur 2013 er lið KR í knattspyrnu karla sem varð Íslandsmeistari í sumar. Tólf einstaklingar voru verðlaunaðir fyrir frábæran árangur á árinu 2013 í dag og fjórtán lið frá sjö félögum. Íþróttafólkið og íþróttafélögin sem að liðunum standa fengu bæði áletraða verðlaunagripi og peningastyrk í verðlaun en heildarupphæð styrkjanna var 4 milljónir króna. Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur veittu styrkina.Liðin sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2013:Fram: Íslandsmeistarar í handknattleik karla og kvenna auk bikarmeistara í knattspyrnu karlaÍR: Bikarmeistarar í handknattleik karla, bikarmeistarar í frjálsíþróttum beggja kynja og Íslandsmeistarar í keilu beggja kynjaJúdófélag Reykjavíkur: Bikarmeistarar í sveitakeppni karlaKR: Íslandsmeistarar í knattspyrnu karlaTBR: Íslandsmeistarar í liðakeppni beggja kynja í badmintonValur: Bikarmeistarar í handknattleik kvennaVíkingur: Íslandsmeistarar í karlaflokki í karate og í liðakeppni beggja kynja í borðtennisEinstaklingarnir sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2013: Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélaginu Ægi Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni Ásgeir Sigurgeirsson, skotíþróttamaður úr Skotfélagi Reykjavíkur Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Sundfélaginu Ægi Hannes Þór Halldórsson, knattspyrnumaður úr KR Helga María Vilhjálmsdóttir, skíðakona úr ÍR Helgi Sveinsson, frjálsíþróttamaður úr Ármanni Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni Konráð Valur Sveinsson, hestamaður úr Fáki Stella Sigurðardóttir, handknattleikskona úr Fram Sunna Víðisdóttir, kylfingur úr GR
Íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Sjá meira