Aníta og Helgi Íþróttafólk Reykjavíkur 2013 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2013 17:50 Mynd/NordicPhotos Frjálsíþróttafólkið Helgi Sveinsson úr Ármanni og Aníta Hinriksdóttir úr Íþróttafélagi Reykjavíkur voru í dag valin Íþróttafólk Reykjavíkur árið 2013 en í ár voru í fyrsta sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur. Allt frá árinu 1979 hefur stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur valið Íþróttamann Reykjavíkur en ellefu af síðustu þrettán verðlaunahöfum höfðu verið kona. Í ár voru í fyrsta sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur auk þess sem að Íþróttalið ársins í Reykjavík var valið. Íþróttakarl Reykjavíkur 2013 er frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson úr Ármanni en hann varð heimsmeistari í spjótkasti fatlaðra í sumar. Íþróttakona Reykjavíkur 2013 er frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir úr Íþróttafélagi Reykjavíkur sem vann bæði heims-, Evrópu- og Norðurlandameistaratitla unglinga í millivegalengdahlaupum á árinu. Íþróttalið Reykjavíkur 2013 er lið KR í knattspyrnu karla sem varð Íslandsmeistari í sumar. Tólf einstaklingar voru verðlaunaðir fyrir frábæran árangur á árinu 2013 í dag og fjórtán lið frá sjö félögum. Íþróttafólkið og íþróttafélögin sem að liðunum standa fengu bæði áletraða verðlaunagripi og peningastyrk í verðlaun en heildarupphæð styrkjanna var 4 milljónir króna. Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur veittu styrkina.Liðin sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2013:Fram: Íslandsmeistarar í handknattleik karla og kvenna auk bikarmeistara í knattspyrnu karlaÍR: Bikarmeistarar í handknattleik karla, bikarmeistarar í frjálsíþróttum beggja kynja og Íslandsmeistarar í keilu beggja kynjaJúdófélag Reykjavíkur: Bikarmeistarar í sveitakeppni karlaKR: Íslandsmeistarar í knattspyrnu karlaTBR: Íslandsmeistarar í liðakeppni beggja kynja í badmintonValur: Bikarmeistarar í handknattleik kvennaVíkingur: Íslandsmeistarar í karlaflokki í karate og í liðakeppni beggja kynja í borðtennisEinstaklingarnir sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2013: Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélaginu Ægi Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni Ásgeir Sigurgeirsson, skotíþróttamaður úr Skotfélagi Reykjavíkur Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Sundfélaginu Ægi Hannes Þór Halldórsson, knattspyrnumaður úr KR Helga María Vilhjálmsdóttir, skíðakona úr ÍR Helgi Sveinsson, frjálsíþróttamaður úr Ármanni Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni Konráð Valur Sveinsson, hestamaður úr Fáki Stella Sigurðardóttir, handknattleikskona úr Fram Sunna Víðisdóttir, kylfingur úr GR Íþróttir Mest lesið „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjá meira
Frjálsíþróttafólkið Helgi Sveinsson úr Ármanni og Aníta Hinriksdóttir úr Íþróttafélagi Reykjavíkur voru í dag valin Íþróttafólk Reykjavíkur árið 2013 en í ár voru í fyrsta sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur. Allt frá árinu 1979 hefur stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur valið Íþróttamann Reykjavíkur en ellefu af síðustu þrettán verðlaunahöfum höfðu verið kona. Í ár voru í fyrsta sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur auk þess sem að Íþróttalið ársins í Reykjavík var valið. Íþróttakarl Reykjavíkur 2013 er frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson úr Ármanni en hann varð heimsmeistari í spjótkasti fatlaðra í sumar. Íþróttakona Reykjavíkur 2013 er frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir úr Íþróttafélagi Reykjavíkur sem vann bæði heims-, Evrópu- og Norðurlandameistaratitla unglinga í millivegalengdahlaupum á árinu. Íþróttalið Reykjavíkur 2013 er lið KR í knattspyrnu karla sem varð Íslandsmeistari í sumar. Tólf einstaklingar voru verðlaunaðir fyrir frábæran árangur á árinu 2013 í dag og fjórtán lið frá sjö félögum. Íþróttafólkið og íþróttafélögin sem að liðunum standa fengu bæði áletraða verðlaunagripi og peningastyrk í verðlaun en heildarupphæð styrkjanna var 4 milljónir króna. Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur veittu styrkina.Liðin sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2013:Fram: Íslandsmeistarar í handknattleik karla og kvenna auk bikarmeistara í knattspyrnu karlaÍR: Bikarmeistarar í handknattleik karla, bikarmeistarar í frjálsíþróttum beggja kynja og Íslandsmeistarar í keilu beggja kynjaJúdófélag Reykjavíkur: Bikarmeistarar í sveitakeppni karlaKR: Íslandsmeistarar í knattspyrnu karlaTBR: Íslandsmeistarar í liðakeppni beggja kynja í badmintonValur: Bikarmeistarar í handknattleik kvennaVíkingur: Íslandsmeistarar í karlaflokki í karate og í liðakeppni beggja kynja í borðtennisEinstaklingarnir sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2013: Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélaginu Ægi Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni Ásgeir Sigurgeirsson, skotíþróttamaður úr Skotfélagi Reykjavíkur Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Sundfélaginu Ægi Hannes Þór Halldórsson, knattspyrnumaður úr KR Helga María Vilhjálmsdóttir, skíðakona úr ÍR Helgi Sveinsson, frjálsíþróttamaður úr Ármanni Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni Konráð Valur Sveinsson, hestamaður úr Fáki Stella Sigurðardóttir, handknattleikskona úr Fram Sunna Víðisdóttir, kylfingur úr GR
Íþróttir Mest lesið „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjá meira