DiCaprio stofnar lið í rafformúlunni Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2013 09:15 Leonardo DiCaprio Hollywood leikarinn Leonardo DiCaprio er ekki allur þar sem hann er séður og bílaáhugi hans, sérlega á rafdrifnum bílum, er ekki öllum kunnur. Nú hefur DiCaprio tekið þennan áhuga í nýjar hæðir og stofnað keppnislið í Formula E, eða formúlukeppni rafmagnsbíla sem hefst á næsta ári. Liðið stofnaði hann með Gildo Pallanca Pastor, eiganda bílaframleiðandans Venturi Automobile og er lið þeirra það tíunda sem skráir sig til leiks. Liðið er með höfuðstöðvar í Mónakó. Það eru engir aumingjar sem skráð hafa sig til leiks í Formula E því lið frá Renault og McLaren eru einnig þátttakendur og Richard Branson er einnig með lið. Keppnir munu fara fram í 10 borgum, þar á meðal Peking, Los Angeles, Berlín, London, Miami og Buenos Aires. Keppni þessi var sett á fót til að vekja áhuga á rafmagnsbílum og getu þeirra sem stuðla mætti til aukins áhuga almennings á rafmagnbílum og þeim jákvæðu umhverfisáhrifum sem þeim fylgja. Ekki er að spyrja að því að þátttaka DiCaprio í þessari keppni mun varpa auknu ljósi á hana og munu fjölmiðlar vafalaust fylgjast vel með þegar keppni hefst. Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent
Hollywood leikarinn Leonardo DiCaprio er ekki allur þar sem hann er séður og bílaáhugi hans, sérlega á rafdrifnum bílum, er ekki öllum kunnur. Nú hefur DiCaprio tekið þennan áhuga í nýjar hæðir og stofnað keppnislið í Formula E, eða formúlukeppni rafmagnsbíla sem hefst á næsta ári. Liðið stofnaði hann með Gildo Pallanca Pastor, eiganda bílaframleiðandans Venturi Automobile og er lið þeirra það tíunda sem skráir sig til leiks. Liðið er með höfuðstöðvar í Mónakó. Það eru engir aumingjar sem skráð hafa sig til leiks í Formula E því lið frá Renault og McLaren eru einnig þátttakendur og Richard Branson er einnig með lið. Keppnir munu fara fram í 10 borgum, þar á meðal Peking, Los Angeles, Berlín, London, Miami og Buenos Aires. Keppni þessi var sett á fót til að vekja áhuga á rafmagnsbílum og getu þeirra sem stuðla mætti til aukins áhuga almennings á rafmagnbílum og þeim jákvæðu umhverfisáhrifum sem þeim fylgja. Ekki er að spyrja að því að þátttaka DiCaprio í þessari keppni mun varpa auknu ljósi á hana og munu fjölmiðlar vafalaust fylgjast vel með þegar keppni hefst.
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent