Range Rover Sport 4x4 bíll ársins Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2013 14:45 Range Rover Sport Nýjasti bíll Land Rover, Range Rover Sport hefur verið valinn besti fjórhjóladrifni bíll heims af bílatímaritinu Four Wheeler. Á lokametrum valsins atti hann kappi við bílana Jeep Grand Cherokee Limited, Jeep Cherokee Trailhawk, Toyota 4Runner og Dodge Durango Limited. Þetta er í þriðja sinn sem Range Rover hefur verið valinn fjórhjóladrifsbíll ársins af Four Wheeler. Prófanir á bílunum tóku 5 daga og var hverjum og einum þeirra ekið ríflega 1.600 kílómetra. Dómarar í valinu kunnu vel að meta 510 hestafla vélina í Range Rover Sport, glæsilega innréttingu hans, 30 sentimetra lægsta punkt bílsins, 25-28 cm slaglengd á hverju hjóli og það að bíllinn er aðeins 5 sekúndur í hundraðið. Bíllinn fær hreint ótrúlega dóma og áttu reynsluökumenn vart orð til að lýsa gæðum hans. Alls ekki slæm innréttingin. Fréttir ársins 2013 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent
Nýjasti bíll Land Rover, Range Rover Sport hefur verið valinn besti fjórhjóladrifni bíll heims af bílatímaritinu Four Wheeler. Á lokametrum valsins atti hann kappi við bílana Jeep Grand Cherokee Limited, Jeep Cherokee Trailhawk, Toyota 4Runner og Dodge Durango Limited. Þetta er í þriðja sinn sem Range Rover hefur verið valinn fjórhjóladrifsbíll ársins af Four Wheeler. Prófanir á bílunum tóku 5 daga og var hverjum og einum þeirra ekið ríflega 1.600 kílómetra. Dómarar í valinu kunnu vel að meta 510 hestafla vélina í Range Rover Sport, glæsilega innréttingu hans, 30 sentimetra lægsta punkt bílsins, 25-28 cm slaglengd á hverju hjóli og það að bíllinn er aðeins 5 sekúndur í hundraðið. Bíllinn fær hreint ótrúlega dóma og áttu reynsluökumenn vart orð til að lýsa gæðum hans. Alls ekki slæm innréttingin.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent