Volvo sýnir XC Coupe í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2013 08:45 Volvo stal senunni með tilraunabílnum Volvo Concept Coupe á bílasýningunni í Frankfurt fyrr á árinu og vonandi fer sá bíll í framleiðslu sem líkastur honum. Hann var af mörgum kjörinn fallegasti nýi bíll sýningarinnar. Volvo Concept Coupe er stór fólksbíll, en á næstu bílasýningu, sem hefst í Detroit í Bandaríkjunum 13. janúar ætlar Volvo að sýna nýjan tilraunabíl sem virðist liggja á milli hins nýja XC90 jeppa og Concept Coupe bílnum. Sem afkvæmi þeirra beggja má kalla þennan bíl jeppling. Hann virðist nokkuð spennandi bíll í útliti ef marka má myndskeiðið sem hér fylgir og Volvo hefur opinberað til að vekja athygli á bílnum. Ekki fylgir sögunni hvað verður undir húddinu á þessum bíl, en það kemur í ljós í Detroit í næsta mánuði. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent
Volvo stal senunni með tilraunabílnum Volvo Concept Coupe á bílasýningunni í Frankfurt fyrr á árinu og vonandi fer sá bíll í framleiðslu sem líkastur honum. Hann var af mörgum kjörinn fallegasti nýi bíll sýningarinnar. Volvo Concept Coupe er stór fólksbíll, en á næstu bílasýningu, sem hefst í Detroit í Bandaríkjunum 13. janúar ætlar Volvo að sýna nýjan tilraunabíl sem virðist liggja á milli hins nýja XC90 jeppa og Concept Coupe bílnum. Sem afkvæmi þeirra beggja má kalla þennan bíl jeppling. Hann virðist nokkuð spennandi bíll í útliti ef marka má myndskeiðið sem hér fylgir og Volvo hefur opinberað til að vekja athygli á bílnum. Ekki fylgir sögunni hvað verður undir húddinu á þessum bíl, en það kemur í ljós í Detroit í næsta mánuði.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent