Frá bollum til bókar Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 10. janúar 2013 17:00 Mánasöngvarinn eftir Margréti Örnólfsdóttur og Signýju Kolbeinsdóttur. Bækur. Mánasöngvarinn. Margrét Örnólfsdóttir. Myndir: Signý Kolbeinsdóttir. Bjartur og Tulipop. Mánasöngvarinn eftir Margréti Örnólfsdóttur er hugljúft ævintýri um sveppasystkinin Búa og Gló sem leggja af stað í mikla ævintýraför um eyjuna sína Tulipop. Dularfullt svart blóm hefur fest rætur sínar í garði Búa og Gló hefur miklar áhyggjur af hafinu, en öldurnar rísa ekki lengur. Þegar systkinin líta upp til himna og sjá að eitt af þremur tunglum himinhvolfsins er horfið, skelfast þau mjög. Í leit sinni að tunglinu kynnast þau furðulegum fígúrum og læra að meta samvinnu og vinskap. Eftir fyrsta lestur hélt ég að um framhaldsbók væri að ræða. Á saurblöðum eru kynntar alls konar persónur sem búa í Tulipop, en við hittum ekki þær allar í bókinni. Ég leitaði því á náðir veraldarvefsins og komst að því að vissulega er hér um mun stærri söguheim að ræða, þó að hann væri af öðru tagi en ég bjóst við. Bókin er byggð á vöruheimi sem er skapaður af Signýju Kolbeinsdóttur og Helgu Árnadóttur. Tulipop er heimur sem lifir góðu lífi hér á landi og erlendis í bollum, diskum og lyklakippum, heimur sem hingað til hefur farið algjörlega fram hjá mér þar sem ég er oftast með nefið grafið ofan í bókum og kíki mjög sjaldan í kringum mig. Þessi uppruni söguheimsins útskýrir margar þær efasemdir sem ég hafði um bókina við lestur hennar. Myndskreytingar eru fagmannlega unnar. Litirnir eru bjartir og sterkir og myndirnar eru einfaldar og tölvugerðar, vigurmyndir sem eru söluvænlegar í stíl sem lesendur þekkja eflaust úr teiknimyndum eins og Powerpuff Girls. Þær vörur sem hægt er að kaupa á heimasíðu Tulipop eru fallegar, en hönnun þeirra skilar sér ekki í bókarformi. Aðalsöguhetjurnar, sveppasystkinin Búi og Gló, eiga erfitt með að fóta sig í heimi bókarinnar. Þær eru með stór augu og engan munn, hönnun þeirra er stílhrein og kemur vel út á kaffibollum. En á blaðsíðum bókarinnar háir þetta útlit þeim. Stóru, fallegu augun eru kaldranaleg og tilfinningalaus og lesendur tengjast illa aðalsöguhetjum sem sýna engin svipbrigði, hvort sem þær eru skelfdar eða hamingjusamar. Sagan sem Margrét hefur spunnið út frá söguheimi og sögupersónum er ljúf og ævintýraleg en textinn fær ekki að njóta sín. Uppsetning bókarinnar er slæm. Textinn hefur verið klipptur niður í örsmáar efnisgreinar sem er kastað á blaðsíðurnar. Leturgerð er auðlæsileg, skýrt sans serif-letur, en við og við hverfur letrið inn í bjarta liti blaðsíðunnar og lesendur þurfa að píra augun til að greina texta frá bakgrunni. Kaflatitlar eru ólæsilegir. Einnig vantar mikið upp á að flæði myndskreytinga endurspegli söguþráðinn. Skjannahvítar opnur rjúfa hér og þar dagsbirtuna og næturrökkrið. Ég býst við því að þetta sé ekki síðasta bókin sem mun birtast um furðuverurnar í Tulipop, og vonandi mun sú næsta ná betri tökum á hönnun myndabókarinnar. Niðurstaða: Hugljúft ævintýri. Einfaldar og litríkar teikningar en bókin er illa uppsett og oft erfitt að lesa. Gagnrýni Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Bækur. Mánasöngvarinn. Margrét Örnólfsdóttir. Myndir: Signý Kolbeinsdóttir. Bjartur og Tulipop. Mánasöngvarinn eftir Margréti Örnólfsdóttur er hugljúft ævintýri um sveppasystkinin Búa og Gló sem leggja af stað í mikla ævintýraför um eyjuna sína Tulipop. Dularfullt svart blóm hefur fest rætur sínar í garði Búa og Gló hefur miklar áhyggjur af hafinu, en öldurnar rísa ekki lengur. Þegar systkinin líta upp til himna og sjá að eitt af þremur tunglum himinhvolfsins er horfið, skelfast þau mjög. Í leit sinni að tunglinu kynnast þau furðulegum fígúrum og læra að meta samvinnu og vinskap. Eftir fyrsta lestur hélt ég að um framhaldsbók væri að ræða. Á saurblöðum eru kynntar alls konar persónur sem búa í Tulipop, en við hittum ekki þær allar í bókinni. Ég leitaði því á náðir veraldarvefsins og komst að því að vissulega er hér um mun stærri söguheim að ræða, þó að hann væri af öðru tagi en ég bjóst við. Bókin er byggð á vöruheimi sem er skapaður af Signýju Kolbeinsdóttur og Helgu Árnadóttur. Tulipop er heimur sem lifir góðu lífi hér á landi og erlendis í bollum, diskum og lyklakippum, heimur sem hingað til hefur farið algjörlega fram hjá mér þar sem ég er oftast með nefið grafið ofan í bókum og kíki mjög sjaldan í kringum mig. Þessi uppruni söguheimsins útskýrir margar þær efasemdir sem ég hafði um bókina við lestur hennar. Myndskreytingar eru fagmannlega unnar. Litirnir eru bjartir og sterkir og myndirnar eru einfaldar og tölvugerðar, vigurmyndir sem eru söluvænlegar í stíl sem lesendur þekkja eflaust úr teiknimyndum eins og Powerpuff Girls. Þær vörur sem hægt er að kaupa á heimasíðu Tulipop eru fallegar, en hönnun þeirra skilar sér ekki í bókarformi. Aðalsöguhetjurnar, sveppasystkinin Búi og Gló, eiga erfitt með að fóta sig í heimi bókarinnar. Þær eru með stór augu og engan munn, hönnun þeirra er stílhrein og kemur vel út á kaffibollum. En á blaðsíðum bókarinnar háir þetta útlit þeim. Stóru, fallegu augun eru kaldranaleg og tilfinningalaus og lesendur tengjast illa aðalsöguhetjum sem sýna engin svipbrigði, hvort sem þær eru skelfdar eða hamingjusamar. Sagan sem Margrét hefur spunnið út frá söguheimi og sögupersónum er ljúf og ævintýraleg en textinn fær ekki að njóta sín. Uppsetning bókarinnar er slæm. Textinn hefur verið klipptur niður í örsmáar efnisgreinar sem er kastað á blaðsíðurnar. Leturgerð er auðlæsileg, skýrt sans serif-letur, en við og við hverfur letrið inn í bjarta liti blaðsíðunnar og lesendur þurfa að píra augun til að greina texta frá bakgrunni. Kaflatitlar eru ólæsilegir. Einnig vantar mikið upp á að flæði myndskreytinga endurspegli söguþráðinn. Skjannahvítar opnur rjúfa hér og þar dagsbirtuna og næturrökkrið. Ég býst við því að þetta sé ekki síðasta bókin sem mun birtast um furðuverurnar í Tulipop, og vonandi mun sú næsta ná betri tökum á hönnun myndabókarinnar. Niðurstaða: Hugljúft ævintýri. Einfaldar og litríkar teikningar en bókin er illa uppsett og oft erfitt að lesa.
Gagnrýni Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira