Áhugavert tölvuleikjaleikhús Bjarki Þór Jónsson skrifar 18. janúar 2013 21:00 Tölvuleikir. Black Knight Sword. Reverb Communications Í síðasta mánuði kom tölvuleikurinn Black Knight Sword í netverslanir PlayStation 3 (PSN) og Xbox 360 (XBLA). Eins og aðrir leikir sem gefnir eru út í netverslunum leikjatölvanna eru þeir mun ódýrari og styttri í spilun en flestir hefðbundnir tölvuleikir. Leikurinn samanstendur af fimm borðum og tekur um 20 til 50 mínútur að klára hvert þeirra. Spilarinn fær lítið sem ekkert að vita út á hvað saga leiksins gengur. Í byrjun leiks sést hvernig lík manns með snöru um hálsinn fellur á gólfið og vaknar skyndilega til lífs og umbreytist í svartan riddara sem er vopnaður stóru sverði. Spilarinn stjórnar riddaranum í gegnum söguþráð leiksins, sem er stútfullur af fantasíu, drungalegum stöðum og súrrealískum óvinum á borð við gangandi höfuð, grænar slímkúlur og eldspúandi risahænu. Spilun leiksins er einföld, í raun svo einföld að hún verður fljótt óáhugaverð. Í leiknum er fátt annað að gera en að hoppa yfir holur og drepa óvini á einhæfan hátt með sverði eða göldrum. Leikurinn reynir þannig að fanga einfaldleika gömlu tölvuleikjanna en því miður er útkoman frekar óspennandi. Aftur á móti býður Black Knight Sword upp á glæsilegt útlit og áhugaverða tónlist sem blæs lífi í leikinn. Leikurinn er settur upp eins og leikrit og rauð leikhústjöld ramma inn sviðið þar sem riddarinn fer með aðalhlutverkið. Leikurinn nær fljótt að fanga spilarann með listrænni framsetningu, sem lofar góðu til að byrja með. Umhverfið líkist eins konar strengjabrúðuleikhúsi þar sem allt er búið til úr pappa og nær 2.5D grafík leiksins að gera þetta tölvuleikjaleikhús enn áhugaverðara. Grafík, útlit og hljóð leiksins minna óneitanlega á teiknimyndabrotin frægu eftir Terry Gilliam úr bresku grínþáttunum Monty Python's Flying Circus, sem býður upp á góða samblöndu af furðuverum, súrrealisma og húmor. Leikurinn fær stjörnurnar þrjár fyrst og fremst fyrir listræna framsetningu sem gerir hann skemmtilegri að horfa á en að spila. Framsetningin er það sem heldur leiknum gangandi en annars fengi hann líklega lakari lokaeinkunn. Niðurstaða: Skemmtileg og listræn framsetning bjargar annars frekar einhæfum leik. Leikjavísir Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Tölvuleikir. Black Knight Sword. Reverb Communications Í síðasta mánuði kom tölvuleikurinn Black Knight Sword í netverslanir PlayStation 3 (PSN) og Xbox 360 (XBLA). Eins og aðrir leikir sem gefnir eru út í netverslunum leikjatölvanna eru þeir mun ódýrari og styttri í spilun en flestir hefðbundnir tölvuleikir. Leikurinn samanstendur af fimm borðum og tekur um 20 til 50 mínútur að klára hvert þeirra. Spilarinn fær lítið sem ekkert að vita út á hvað saga leiksins gengur. Í byrjun leiks sést hvernig lík manns með snöru um hálsinn fellur á gólfið og vaknar skyndilega til lífs og umbreytist í svartan riddara sem er vopnaður stóru sverði. Spilarinn stjórnar riddaranum í gegnum söguþráð leiksins, sem er stútfullur af fantasíu, drungalegum stöðum og súrrealískum óvinum á borð við gangandi höfuð, grænar slímkúlur og eldspúandi risahænu. Spilun leiksins er einföld, í raun svo einföld að hún verður fljótt óáhugaverð. Í leiknum er fátt annað að gera en að hoppa yfir holur og drepa óvini á einhæfan hátt með sverði eða göldrum. Leikurinn reynir þannig að fanga einfaldleika gömlu tölvuleikjanna en því miður er útkoman frekar óspennandi. Aftur á móti býður Black Knight Sword upp á glæsilegt útlit og áhugaverða tónlist sem blæs lífi í leikinn. Leikurinn er settur upp eins og leikrit og rauð leikhústjöld ramma inn sviðið þar sem riddarinn fer með aðalhlutverkið. Leikurinn nær fljótt að fanga spilarann með listrænni framsetningu, sem lofar góðu til að byrja með. Umhverfið líkist eins konar strengjabrúðuleikhúsi þar sem allt er búið til úr pappa og nær 2.5D grafík leiksins að gera þetta tölvuleikjaleikhús enn áhugaverðara. Grafík, útlit og hljóð leiksins minna óneitanlega á teiknimyndabrotin frægu eftir Terry Gilliam úr bresku grínþáttunum Monty Python's Flying Circus, sem býður upp á góða samblöndu af furðuverum, súrrealisma og húmor. Leikurinn fær stjörnurnar þrjár fyrst og fremst fyrir listræna framsetningu sem gerir hann skemmtilegri að horfa á en að spila. Framsetningin er það sem heldur leiknum gangandi en annars fengi hann líklega lakari lokaeinkunn. Niðurstaða: Skemmtileg og listræn framsetning bjargar annars frekar einhæfum leik.
Leikjavísir Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira