Framhaldsmynd, takk Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. janúar 2013 13:00 Bíó. Jack Reacher Leikstjórn: Christopher McQuarrie. Leikarar: Tom Cruise, Rosamund Pike, Richard Jenkins, Werner Herzog, David Oyelowo, Robert Duvall, Jai Courtney, Alexia Fast. Það hefur verið bæði skrýtið og skemmtilegt að fylgjast með fyrrum sykursnúðnum Tom Cruise umbreytast í hasarhetju, en undanfarin ár hefur hann leikið í nokkrum vel heppnuðum harðhausamyndum. Líkamlegt atgervi hans á að vísu lítið í kjötflykki á borð við þá Schwarzenegger og Stallone en það sem Cruise skortir í kjöti bætir hann upp með sjarmanum. Jack Reacher var hugsuð sem fyrsta myndin í langlífri seríu um þessa vinsælu skáldsagnapersónu. Reacher er hugarfóstur breska spennusagnahöfundarins Lee Child og eru bækurnar um þennan dularfulla fyrrum hermann hátt á annan tug talsins. Framtíð seríunnar er þó í óvissu vegna ófullnægjandi aðsóknar í Bandaríkjunum en það breytir því ekki að þessi fyrsta mynd er þrælgóð. Myndin reynir aldrei að vera annað en hún er; í meðallagi gáfulegur reyfari með bílaeltingaleikjum og handalögmálum á víxl. Ærslasenurnar eru hráar og æsispennandi og eitthvað virðist Cruise kunna fyrir sér í áflogum. Rosamund Pike stendur sig með prýði í hlutverki fyrstu "Reacher-stúlkunnar" og hinn sérkennilegi þýski leikstjóri, Werner Herzog, er glæsilegt illmenni. Það er í raun stórmerkilegt að jafn vinsælli og rótgróinni kvikmyndastjörnu eins og Tom Cruise takist að sannfæra áhorfandann um að hann sé Jack Reacher. Hann lítur vissulega eins út og klikkaði Íslandsvinurinn sem hoppaði í sófanum hjá Opruh Winfrey en í rúmar tvær klukkustundir trúði ég því að hann væri bráðsnjall og stórhættulegur maður sem svífst einskis. Niðurstaða: Fantagóður formáli þess sem gæti orðið góð sería. Gagnrýni Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Bíó. Jack Reacher Leikstjórn: Christopher McQuarrie. Leikarar: Tom Cruise, Rosamund Pike, Richard Jenkins, Werner Herzog, David Oyelowo, Robert Duvall, Jai Courtney, Alexia Fast. Það hefur verið bæði skrýtið og skemmtilegt að fylgjast með fyrrum sykursnúðnum Tom Cruise umbreytast í hasarhetju, en undanfarin ár hefur hann leikið í nokkrum vel heppnuðum harðhausamyndum. Líkamlegt atgervi hans á að vísu lítið í kjötflykki á borð við þá Schwarzenegger og Stallone en það sem Cruise skortir í kjöti bætir hann upp með sjarmanum. Jack Reacher var hugsuð sem fyrsta myndin í langlífri seríu um þessa vinsælu skáldsagnapersónu. Reacher er hugarfóstur breska spennusagnahöfundarins Lee Child og eru bækurnar um þennan dularfulla fyrrum hermann hátt á annan tug talsins. Framtíð seríunnar er þó í óvissu vegna ófullnægjandi aðsóknar í Bandaríkjunum en það breytir því ekki að þessi fyrsta mynd er þrælgóð. Myndin reynir aldrei að vera annað en hún er; í meðallagi gáfulegur reyfari með bílaeltingaleikjum og handalögmálum á víxl. Ærslasenurnar eru hráar og æsispennandi og eitthvað virðist Cruise kunna fyrir sér í áflogum. Rosamund Pike stendur sig með prýði í hlutverki fyrstu "Reacher-stúlkunnar" og hinn sérkennilegi þýski leikstjóri, Werner Herzog, er glæsilegt illmenni. Það er í raun stórmerkilegt að jafn vinsælli og rótgróinni kvikmyndastjörnu eins og Tom Cruise takist að sannfæra áhorfandann um að hann sé Jack Reacher. Hann lítur vissulega eins út og klikkaði Íslandsvinurinn sem hoppaði í sófanum hjá Opruh Winfrey en í rúmar tvær klukkustundir trúði ég því að hann væri bráðsnjall og stórhættulegur maður sem svífst einskis. Niðurstaða: Fantagóður formáli þess sem gæti orðið góð sería.
Gagnrýni Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira