Voru herbergisfélagar í átján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2013 08:00 John og Jim Harbaugh hafa verið í ótal viðtölum síðustu vikur. Mynd/AP Super Bowl í ár hefur fengið gælunafnið Harbaugh Bowl og ekki að ástæðulausu. Fyrstu bræðurnir til að þjálfa á sama tíma í ameríska fótboltanum mætast þá með lið sín í úrslitaleik ameríska fótboltans, sem fer fram í New Orleans á sunnudaginn. John Harbaugh er fimmtán mánuðum eldri en Jim og hefur verið þjálfari NFL-deildinni þremur árum lengur. John náði þó aldrei að spila í deildinni en Jim var leikmaður í fjórtán tímabil frá 1987 til 2000. Þeir voru herbergisfélagar í átján ár og fengu báðir góða innsýn í starf þjálfarans því faðir þeirra, Jack, þjálfaði í 41 ár í háskólafótboltanum. „Þegar við vorum yngri mættum við hvor öðrum í bakgarðinum í ímynduðum Super Bowl-leik en við vorum þá að spila en ekki að þjálfa. Við héldum alltaf að við myndum ná að spila í Super Bowl. Jim komst aðeins nær því en ég en það tókst hjá hvorugum. Menn segja „ef þú nærð því ekki sem leikmaður, gerðu það þá sem þjálfari" og þetta er okkar tækifæri," sagði John Harbaugh, sem hefur farið með Baltimore Ravens í úrslitakeppnina öll fimm ár sín í deildinni. Jim Harbaugh hefur líka gert frábæra hluti síðan hann tók við liði San Francisco 49ers árið 2011 og hann tók eina stærstu ákvörðun síðari tíma þegar hann skipti um leikstjórnanda á miðju tímabili. Alex Smith var búinn að skila flottum tölum en liðið hefur blómstrað síðan hinn litríki Colin Kaepernick fór að stýra sóknarleik liðsins, enda óútreiknanlegur og jafn hættulegur á hlaupum og í köstum. Maður dagsins og maður úrslitakeppninnar hefur þó verið Ray Lewis, varnarmaður Baltimore Ravens. Hann meiddist illa á tímabilinu, tókst að ná sér góðum fyrir úrslitakeppnina og hefur síðan farið á kostum í ævintýri Ravens-liðsins vitandi það að þetta séu síðustu leikir hans á ferlinum. Það verður eflaust mikið um dramatík og dansa hjá Lewis á sunnudaginn. Hann mun þá kveðja NFL eftir 17 frábær ár en aðeins á eftir að koma í ljóst hvort hið mikla ævintýri Ravens-liðsins fær fullkominn endi. Leikurinn hefst eitt eftir miðnætti á morgun og er í beinni á ESPN America á fjölvarpinu. NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Super Bowl í ár hefur fengið gælunafnið Harbaugh Bowl og ekki að ástæðulausu. Fyrstu bræðurnir til að þjálfa á sama tíma í ameríska fótboltanum mætast þá með lið sín í úrslitaleik ameríska fótboltans, sem fer fram í New Orleans á sunnudaginn. John Harbaugh er fimmtán mánuðum eldri en Jim og hefur verið þjálfari NFL-deildinni þremur árum lengur. John náði þó aldrei að spila í deildinni en Jim var leikmaður í fjórtán tímabil frá 1987 til 2000. Þeir voru herbergisfélagar í átján ár og fengu báðir góða innsýn í starf þjálfarans því faðir þeirra, Jack, þjálfaði í 41 ár í háskólafótboltanum. „Þegar við vorum yngri mættum við hvor öðrum í bakgarðinum í ímynduðum Super Bowl-leik en við vorum þá að spila en ekki að þjálfa. Við héldum alltaf að við myndum ná að spila í Super Bowl. Jim komst aðeins nær því en ég en það tókst hjá hvorugum. Menn segja „ef þú nærð því ekki sem leikmaður, gerðu það þá sem þjálfari" og þetta er okkar tækifæri," sagði John Harbaugh, sem hefur farið með Baltimore Ravens í úrslitakeppnina öll fimm ár sín í deildinni. Jim Harbaugh hefur líka gert frábæra hluti síðan hann tók við liði San Francisco 49ers árið 2011 og hann tók eina stærstu ákvörðun síðari tíma þegar hann skipti um leikstjórnanda á miðju tímabili. Alex Smith var búinn að skila flottum tölum en liðið hefur blómstrað síðan hinn litríki Colin Kaepernick fór að stýra sóknarleik liðsins, enda óútreiknanlegur og jafn hættulegur á hlaupum og í köstum. Maður dagsins og maður úrslitakeppninnar hefur þó verið Ray Lewis, varnarmaður Baltimore Ravens. Hann meiddist illa á tímabilinu, tókst að ná sér góðum fyrir úrslitakeppnina og hefur síðan farið á kostum í ævintýri Ravens-liðsins vitandi það að þetta séu síðustu leikir hans á ferlinum. Það verður eflaust mikið um dramatík og dansa hjá Lewis á sunnudaginn. Hann mun þá kveðja NFL eftir 17 frábær ár en aðeins á eftir að koma í ljóst hvort hið mikla ævintýri Ravens-liðsins fær fullkominn endi. Leikurinn hefst eitt eftir miðnætti á morgun og er í beinni á ESPN America á fjölvarpinu.
NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira