Skiptastjóri Milestone í mál við saksóknara Stígur Helgason skrifar 21. febrúar 2013 07:00 Grímur Sigurðsson og Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari Skiptastjóri þrotabús Milestone hefur höfðað mál á hendur embætti Sérstaks saksóknara í því skyni að fá afhent gögn úr rannsóknum tengdum félaginu. Saksóknari hefur neitað að afhenda gögnin, sem skiptastjórinn telur að geti nýst honum við eigin málarekstur. Skiptastjórinn, Grímur Sigurðsson, hefur staðið í margvíslegum málaferlum gegn fyrrverandi stjórnendum Milestone og félögum þeim tengdum. Hann hefur höfðað um tug mála, meðal annars gegn Wernersbörnunum Karli, Steingrími og Ingunni, til að freista þess að fá hinum og þessum gerningum og greiðslum rift. Í þeim málum eru milljarðar króna undir. Til að liðka fyrir sér í rekstri málanna og undirbyggja þau betur fór Grímur fram á það við sérstakan saksóknara að hann fengi afhent öll gögn úr sakamálarannsóknum sem tengdust Milestone – ekki bara þau sem lagt var hald á í húsleitum hjá Milestone og þegar hafa verið afhent, heldur einnig afrit af skýrslutökum, tölvupóst, samantektir rannsakenda og hvaðeina annað sem aflað hefur verið við rannsóknirnar. Hann vísaði í 82. grein gjaldþrotalaga, sem kveður meðal annars á um að opinberum stofnunum sé „skylt að veita skiptastjóra þær upplýsingar og láta honum í té þau gögn um málefni búsins sem hann krefst". Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að ágreiningurinn standi um það hversu vítt beri að túlka þetta ákvæði. „Við höfum litið svo á að þetta ákvæði í gjaldþrotalögunum eigi ekki við um gögn sakamála," segir hann. „Ég held að það sé ágætt að menn fái hreinar línur í þetta og að réttaróvissunni verði eytt, sérstaklega eftir málið sem kom upp varðandi mennina sem voru kærðir hér," bætir Ólafur við, með vísan til máls Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Gunnarssonar, sem voru kærðir fyrir að selja til þrotabús Milestone upplýsingar sem þeir öfluðu sér í störfum sínum hjá Sérstökum saksóknara. Málið var látið niður falla. Að sögn Ólafs snýr beiðni Gríms að gögnum úr svokölluðu Vafningsmáli, gegn Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni, en einnig öðrum málum sem kunna að tengjast Milestone. „Þetta er býsna víðtæk beiðni," segir hann. Grímur vill ekki tjá sig um málið. „Það verður bara afgreitt fyrir dómstólum," segir hann. Dómsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Skiptastjóri þrotabús Milestone hefur höfðað mál á hendur embætti Sérstaks saksóknara í því skyni að fá afhent gögn úr rannsóknum tengdum félaginu. Saksóknari hefur neitað að afhenda gögnin, sem skiptastjórinn telur að geti nýst honum við eigin málarekstur. Skiptastjórinn, Grímur Sigurðsson, hefur staðið í margvíslegum málaferlum gegn fyrrverandi stjórnendum Milestone og félögum þeim tengdum. Hann hefur höfðað um tug mála, meðal annars gegn Wernersbörnunum Karli, Steingrími og Ingunni, til að freista þess að fá hinum og þessum gerningum og greiðslum rift. Í þeim málum eru milljarðar króna undir. Til að liðka fyrir sér í rekstri málanna og undirbyggja þau betur fór Grímur fram á það við sérstakan saksóknara að hann fengi afhent öll gögn úr sakamálarannsóknum sem tengdust Milestone – ekki bara þau sem lagt var hald á í húsleitum hjá Milestone og þegar hafa verið afhent, heldur einnig afrit af skýrslutökum, tölvupóst, samantektir rannsakenda og hvaðeina annað sem aflað hefur verið við rannsóknirnar. Hann vísaði í 82. grein gjaldþrotalaga, sem kveður meðal annars á um að opinberum stofnunum sé „skylt að veita skiptastjóra þær upplýsingar og láta honum í té þau gögn um málefni búsins sem hann krefst". Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að ágreiningurinn standi um það hversu vítt beri að túlka þetta ákvæði. „Við höfum litið svo á að þetta ákvæði í gjaldþrotalögunum eigi ekki við um gögn sakamála," segir hann. „Ég held að það sé ágætt að menn fái hreinar línur í þetta og að réttaróvissunni verði eytt, sérstaklega eftir málið sem kom upp varðandi mennina sem voru kærðir hér," bætir Ólafur við, með vísan til máls Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Gunnarssonar, sem voru kærðir fyrir að selja til þrotabús Milestone upplýsingar sem þeir öfluðu sér í störfum sínum hjá Sérstökum saksóknara. Málið var látið niður falla. Að sögn Ólafs snýr beiðni Gríms að gögnum úr svokölluðu Vafningsmáli, gegn Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni, en einnig öðrum málum sem kunna að tengjast Milestone. „Þetta er býsna víðtæk beiðni," segir hann. Grímur vill ekki tjá sig um málið. „Það verður bara afgreitt fyrir dómstólum," segir hann.
Dómsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira