Þetta er búið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. febrúar 2013 14:00 Bíó. A Good Die to Die Hard Leikstjórn: John Moore. Leikarar: Bruce Willis, Jai Courtney, Sebastian Koch, Yuliya Snigir, Cole Hauser, Mary Elizabeth Winstead. Að setjast niður til þess að skrifa illa um bíólögguna John McClane er erfitt. Það er ekki ósvipað því að bíða eftir rétta augnablikinu til að segja góðum vini að hann eigi við andfýluvandamál að stríða. Helst vill maður fresta því í lengstu lög, en illu er víst best aflokið. Og það er ekki ósennilegt að sá sem klippti A Good Day to Die Hard hafi einmitt verið með þá speki í huga þegar hann skilaði af sér myndinni, en myndin er ekki nema rétt rúmlega ein og hálf klukkustund, sem gerir hana að langstystu mynd Die Hard-seríunnar. Aðalmennirnir á bak við myndina, handritshöfundurinn Skip Woods, leikstjórinn John Moore og leikarinn Bruce Willis, sýna fram á svo mikla vanþekkingu á efniviðnum og því sem gerir Die Hard að einni skemmtilegustu hasarmyndaseríu allra tíma, að eðlilegast væri að leggja fram vantrauststillögu á hendur þeim. Vissulega fataðist John McClane flugið í bragðdaufri fjórðu myndinni, en fimmta myndin hefði getað bætt skaðann nánast að fullu. Því miður ber myndin metnaðarleysisins skýr merki. John McClane fer til Moskvu þegar sonur hans kemst í kast við lögin og fimm mínútum síðar erum við stödd í leiðinlegasta bílaeltingarleik sem festur hefur verið á filmu. Okkur á að finnast sniðugt að sjá McClane mala hversdagslega við dóttur sína í farsíma á meðan hann eyðileggur Moskvu með ofurjeppa. Við fyrirgáfum Willis kjánaskapinn í Hudson Hawk. Af hverju er svona atriði í Die Hard-mynd? Myndin nær sér aldrei á strik eftir hörmungarnar í upphafi. Sonurinn er leiðindatýpa og það er aldrei sjáanlegur neisti á milli feðganna. Áferðin er ljót og myndatakan þreytandi. Það koma augnablik í síðari hluta myndarinnar sem eru sæmileg en það dugir ekki til. Grunnurinn er of veikbyggður og því hrynur þetta allt saman. Ég óttast að þessi mynd verði banabiti seríunnar. Máske verða gerðar fleiri myndir en John McClane verður aldrei samur. Niðurstaða: Ófyrirgefanleg afskræming á klassískri seríu. Þetta er búið. Gagnrýni Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Bíó. A Good Die to Die Hard Leikstjórn: John Moore. Leikarar: Bruce Willis, Jai Courtney, Sebastian Koch, Yuliya Snigir, Cole Hauser, Mary Elizabeth Winstead. Að setjast niður til þess að skrifa illa um bíólögguna John McClane er erfitt. Það er ekki ósvipað því að bíða eftir rétta augnablikinu til að segja góðum vini að hann eigi við andfýluvandamál að stríða. Helst vill maður fresta því í lengstu lög, en illu er víst best aflokið. Og það er ekki ósennilegt að sá sem klippti A Good Day to Die Hard hafi einmitt verið með þá speki í huga þegar hann skilaði af sér myndinni, en myndin er ekki nema rétt rúmlega ein og hálf klukkustund, sem gerir hana að langstystu mynd Die Hard-seríunnar. Aðalmennirnir á bak við myndina, handritshöfundurinn Skip Woods, leikstjórinn John Moore og leikarinn Bruce Willis, sýna fram á svo mikla vanþekkingu á efniviðnum og því sem gerir Die Hard að einni skemmtilegustu hasarmyndaseríu allra tíma, að eðlilegast væri að leggja fram vantrauststillögu á hendur þeim. Vissulega fataðist John McClane flugið í bragðdaufri fjórðu myndinni, en fimmta myndin hefði getað bætt skaðann nánast að fullu. Því miður ber myndin metnaðarleysisins skýr merki. John McClane fer til Moskvu þegar sonur hans kemst í kast við lögin og fimm mínútum síðar erum við stödd í leiðinlegasta bílaeltingarleik sem festur hefur verið á filmu. Okkur á að finnast sniðugt að sjá McClane mala hversdagslega við dóttur sína í farsíma á meðan hann eyðileggur Moskvu með ofurjeppa. Við fyrirgáfum Willis kjánaskapinn í Hudson Hawk. Af hverju er svona atriði í Die Hard-mynd? Myndin nær sér aldrei á strik eftir hörmungarnar í upphafi. Sonurinn er leiðindatýpa og það er aldrei sjáanlegur neisti á milli feðganna. Áferðin er ljót og myndatakan þreytandi. Það koma augnablik í síðari hluta myndarinnar sem eru sæmileg en það dugir ekki til. Grunnurinn er of veikbyggður og því hrynur þetta allt saman. Ég óttast að þessi mynd verði banabiti seríunnar. Máske verða gerðar fleiri myndir en John McClane verður aldrei samur. Niðurstaða: Ófyrirgefanleg afskræming á klassískri seríu. Þetta er búið.
Gagnrýni Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira