Júlían: Langaði að prófa þessa þyngd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2013 06:00 Júlían er núverandi heims- og Evrópumeistari unglinga í réttstöðulyftu. Fréttablaðið/Valli Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, heims- og Evrópumeistari unglinga í réttstöðulyftu, náði ekki að bæta Norðurlandsmeistaratitlinum í safnið sitt en mótið var haldið í Laugardalnum nú um helgina. Júlían hefði unnið öruggan sigur en hann gerði þrívegis ógilt í hnébeygju og gat því ekki skilað samanlögðum árangri. Júlían bætti þó sinn besta árangur í bæði bekkpressu og réttstöðulyftu á mótinu. Hann lyfti 247,5 kg í bekkpressu og bætti met sitt um tvö og hálft kíló. Bætingin hans í réttstöðulyftunni, hans bestu grein, var öllu meiri. Júlían varð Evrópumeistari unglinga síðasta sumar með því að lyfta 327,5 kg og heimsmeistari í sama flokki með því að lyfta 330 kg. Hann gerði sér lítið fyrir um helgina, lyfti 350 kg og bætti sig því um heil 20 kg. „Jú, það kom gríðarlega á óvart," segir Júlían við Fréttablaðið. „Fyrst ég gat ekki stefnt á samanlagðan árangur ákvað ég að fara í þyngd sem mig langaði að prófa. Svo fór þetta bara upp," bætir hann við. Hann segir þetta hafa verið smá sárabót fyrir að missa af titlinum og það á heimavelli. Júlían klikkaði reyndar líka á hnébeygjunni á HM drengja í Kanada árið 2011 og náði ekki samanlögðum árangri þá. „Ég var mjög ánægður með bekkpressuna og réttstöðulyftuna. Ég þarf hins vegar að leggjast yfir tæknina í hnébeygjunni og breyta einhverju þar," segir Júlían sem ákvað að taka ekki „öryggisþyngd" í fyrstu tilraun. Hann fór beint í 327,5 kg sem hefði verið bæting hjá honum. „Mér fannst ég bara vera svo pottþéttur á þessu og æfingar höfðu gengið vel. En ég verð fljótur að jafna mig á þessu. Næsta mót er EM unglinga í byrjun apríl og einhverju verður breytt hjá mér fyrir það mót." Í kraftlyftingum er unglingaflokkur upp í 23 ára aldur. Júlían er aðeins tvítugur og á því nokkur ár eftir í sínum flokki, en hann keppir í yfirþungavigt. „Ég stefni á að ná góðum árangri í apríl og vona að ég eigi enn meiri bætingu inni þá." Íþróttir Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Sjá meira
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, heims- og Evrópumeistari unglinga í réttstöðulyftu, náði ekki að bæta Norðurlandsmeistaratitlinum í safnið sitt en mótið var haldið í Laugardalnum nú um helgina. Júlían hefði unnið öruggan sigur en hann gerði þrívegis ógilt í hnébeygju og gat því ekki skilað samanlögðum árangri. Júlían bætti þó sinn besta árangur í bæði bekkpressu og réttstöðulyftu á mótinu. Hann lyfti 247,5 kg í bekkpressu og bætti met sitt um tvö og hálft kíló. Bætingin hans í réttstöðulyftunni, hans bestu grein, var öllu meiri. Júlían varð Evrópumeistari unglinga síðasta sumar með því að lyfta 327,5 kg og heimsmeistari í sama flokki með því að lyfta 330 kg. Hann gerði sér lítið fyrir um helgina, lyfti 350 kg og bætti sig því um heil 20 kg. „Jú, það kom gríðarlega á óvart," segir Júlían við Fréttablaðið. „Fyrst ég gat ekki stefnt á samanlagðan árangur ákvað ég að fara í þyngd sem mig langaði að prófa. Svo fór þetta bara upp," bætir hann við. Hann segir þetta hafa verið smá sárabót fyrir að missa af titlinum og það á heimavelli. Júlían klikkaði reyndar líka á hnébeygjunni á HM drengja í Kanada árið 2011 og náði ekki samanlögðum árangri þá. „Ég var mjög ánægður með bekkpressuna og réttstöðulyftuna. Ég þarf hins vegar að leggjast yfir tæknina í hnébeygjunni og breyta einhverju þar," segir Júlían sem ákvað að taka ekki „öryggisþyngd" í fyrstu tilraun. Hann fór beint í 327,5 kg sem hefði verið bæting hjá honum. „Mér fannst ég bara vera svo pottþéttur á þessu og æfingar höfðu gengið vel. En ég verð fljótur að jafna mig á þessu. Næsta mót er EM unglinga í byrjun apríl og einhverju verður breytt hjá mér fyrir það mót." Í kraftlyftingum er unglingaflokkur upp í 23 ára aldur. Júlían er aðeins tvítugur og á því nokkur ár eftir í sínum flokki, en hann keppir í yfirþungavigt. „Ég stefni á að ná góðum árangri í apríl og vona að ég eigi enn meiri bætingu inni þá."
Íþróttir Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram