Dagar skeggs og hrósa Brynhildur Björnsdóttir skrifar 2. mars 2013 06:00 Stundum kemur Skeggapinn heim til mín á nóttunni meðan allir sofa. Hann safnar hári á sinn risastóra og hárlausa skrokk enda enginn api með öpum án myndarlegrar bringu- og bakmottu. Hann gengur því milli heimila, stundum í fylgd góðvinar síns tannálfsins, og tínir tilfallandi skeggvöxt af pöbbum, öfum og frændum og reynir að festa á sig með ýmsum ráðum. Sumir telja að hann beri ábyrgð á hvarfi teygja og hárspenna líka en það hefur ekki fengist staðfest. Þessu trúum við öll á heimilinu, einkum þó heimilisfaðirinn, sem er jafnhissa og allir aðrir yfir því að hann skuli sofna með nokkurra daga brodda og vakna morguninn eftir jafn nauðasköllóttur í framan og aðrir í fjölskyldunni. Marsmánuður er lögboðinn frímánuður Skeggapans. Þá sækir hann ráðstefnur, skoðar nýjustu skeggnámsgræjurnar og leggst í menningu. Rakarinn í Sevilla er uppáhaldið hans. Skeggapinn fylgist þó með sínum mönnum og leyfir aðeins yfirvaraskegg sem sumir vilja kalla hormottur. Kannski svo flensuálfurinn Rotinpúri geti haldið sínum hætti að snörla milli manna. Í mars er skeggvöxtur gefinn nánast frjáls til að vekja karlmenn til vitundar um að þekkja líkama sína svo þeir taki eftir þegar eitthvað er ekki eins og venjulega. Árlega greinast á Íslandi að meðaltali 725 karlar með krabbamein og 287 karlar deyja úr krabbameinum. Þetta eru synir, bræður, pabbar, afar, vinir og makar. Rannsóknir sýna að koma má í veg fyrir að minnsta kosti þrjátíu prósent af krabbameinum með fræðslu og forvörnum. Með mottusöfnun minna karlar hver annan á að passa upp á sig og safna auk þess fé til rannsókna og forvarnarstarfs með áheitum á mottumars.is. Eini gallinn á gjöf mottunnar er að fagurfræði samtímans er henni nokkuð fráhverf. Það er kannski kostur, því til að vekja athygli þarf að skera sig úr, jafnvel gera eitthvað sem gengur þvert á daglegt fegurðarskyn samfélagsins. Sumum reynist það þungt að ganga um í heilan mánuð með hárvöxt í andlitinu sem þeim er ekki að skapi. Aðrir umgangast mottuna sem keppnisíþrótt, þar sem spurningin er ekki endilega um hraða heldur frekar þol. Hver motta getur svo af sér gæði í fjárframlögum, árvekni og umfram allt gleði. Í gær var alþjóðlegi hrósdagurinn og af því tilefni langar mig að benda öllum á að hrósa mottuberum marsmánaðar, hvetja þá til dáða og styðja í þeirri ákvörðun sinni að ganga um með andlitshár sem þykja ekki undantekningarlaust til prýði. Mottuberar, þið eruð mikilsháttar menn og mörgum velviljaðir. Lifi mottan! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun
Stundum kemur Skeggapinn heim til mín á nóttunni meðan allir sofa. Hann safnar hári á sinn risastóra og hárlausa skrokk enda enginn api með öpum án myndarlegrar bringu- og bakmottu. Hann gengur því milli heimila, stundum í fylgd góðvinar síns tannálfsins, og tínir tilfallandi skeggvöxt af pöbbum, öfum og frændum og reynir að festa á sig með ýmsum ráðum. Sumir telja að hann beri ábyrgð á hvarfi teygja og hárspenna líka en það hefur ekki fengist staðfest. Þessu trúum við öll á heimilinu, einkum þó heimilisfaðirinn, sem er jafnhissa og allir aðrir yfir því að hann skuli sofna með nokkurra daga brodda og vakna morguninn eftir jafn nauðasköllóttur í framan og aðrir í fjölskyldunni. Marsmánuður er lögboðinn frímánuður Skeggapans. Þá sækir hann ráðstefnur, skoðar nýjustu skeggnámsgræjurnar og leggst í menningu. Rakarinn í Sevilla er uppáhaldið hans. Skeggapinn fylgist þó með sínum mönnum og leyfir aðeins yfirvaraskegg sem sumir vilja kalla hormottur. Kannski svo flensuálfurinn Rotinpúri geti haldið sínum hætti að snörla milli manna. Í mars er skeggvöxtur gefinn nánast frjáls til að vekja karlmenn til vitundar um að þekkja líkama sína svo þeir taki eftir þegar eitthvað er ekki eins og venjulega. Árlega greinast á Íslandi að meðaltali 725 karlar með krabbamein og 287 karlar deyja úr krabbameinum. Þetta eru synir, bræður, pabbar, afar, vinir og makar. Rannsóknir sýna að koma má í veg fyrir að minnsta kosti þrjátíu prósent af krabbameinum með fræðslu og forvörnum. Með mottusöfnun minna karlar hver annan á að passa upp á sig og safna auk þess fé til rannsókna og forvarnarstarfs með áheitum á mottumars.is. Eini gallinn á gjöf mottunnar er að fagurfræði samtímans er henni nokkuð fráhverf. Það er kannski kostur, því til að vekja athygli þarf að skera sig úr, jafnvel gera eitthvað sem gengur þvert á daglegt fegurðarskyn samfélagsins. Sumum reynist það þungt að ganga um í heilan mánuð með hárvöxt í andlitinu sem þeim er ekki að skapi. Aðrir umgangast mottuna sem keppnisíþrótt, þar sem spurningin er ekki endilega um hraða heldur frekar þol. Hver motta getur svo af sér gæði í fjárframlögum, árvekni og umfram allt gleði. Í gær var alþjóðlegi hrósdagurinn og af því tilefni langar mig að benda öllum á að hrósa mottuberum marsmánaðar, hvetja þá til dáða og styðja í þeirri ákvörðun sinni að ganga um með andlitshár sem þykja ekki undantekningarlaust til prýði. Mottuberar, þið eruð mikilsháttar menn og mörgum velviljaðir. Lifi mottan!